Áramótaferð

Dags:

fös. 29. des. 2017 - mán. 1. jan. 2018

Brottför:

frá BSÍ  kl. 08:30.

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna nýju í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. Allt verður þetta í góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót.

Fararstjórar eru Marrit Meintema og Helga Harðardóttir.

Verð 35.500 kr.
Verð 28.000 kr.

Nr.

1712H01
  • Suðurland