Útivistargírinn - Einbúi

Dags:

mið. 2. maí 2018

Tími:

Þessi viðburður er liðinn.

Gengið að Einbúa á Reykjafelli um Húsadal. Um er að ræða skemmtilega leið í mosfellsku ölpunum þar sem þátttakendur fá að kynnast vel skipulögðu og þróuðu stígakerfi á svæðinu, nöturlegar sögur frá stríðsárunum og hver veit nema fleiri kennileiti svæðisins verða heimsótt.

Áætluð vegalengd: 7-8km

Áætluð heildarhækkun: 240m.

Gangan er auðveld - einn til einn skór.

Sameinast verður í bíla við Toppstöðina.

Verð 7.500 kr.

Nr.

  • Suðvesturland