Útivistargírinn - Helgafellshringur-Kúadalur

Dags:

mið. 11. apr. 2018

Tími:

Þessi viðburður er liðinn.

Verið velkomin í aðra göngu Útivistargírsins 2018!

Ganga vikunnar er fjallganga í kringum Helgafell með viðkomu í Kúadölum.

***Athugið breytta ferðaáætlun*** 

Við ætlum að sameinast í bíla á bílastæði við Fjarðarkaup, brottför klukkan 18:00. 

Áætlaður göngutími eru um 2,5-3 klukkustundir.
Áætluð göngulengd er 7-7,5 km.
Áætluð heildarhækkun/lækkun er óveruleg, um 100m. 
Gráðun göngunnar eru einn skór - létt ferð ætluð öllum sem geta hreyft sig með góðu móti.

Genginn er hringur í kringum Helgafell, vestur fyrir Kastala. Þaðan er gengið í vesturátt að Gvendarselshæð og Dalaleið, fornri og fallegri þjóðleið milli Krýsuvíkur og Kaldársels fylgt að upphafsstað göngunnar. Um er að ræða skemmtilega gönguleið um áhugaverð örnefni í útjaðri Hafnarfjarðar.

Önnur ganga Útivistargírsins er þægileg ganga með lítilli hækkun. Boðið verður upp á hóp Léttfeta sem gengur um 1,5km styttri leið á svipuðum göngutíma þar sem gengið verður vestan megin við fjallið að Kastala og þaðan sömu leið og hefðbundin leið.

Upphafsstaður göngunnar er á bílaplani við Kaldá, austan Kaldársels, n.t.t. hér:
https://ja.is/kort/?type=aerial&x=359798&y=394250&z=11

Gönguna leiða Auður og Kristjana. Vinsamlega skráið þátttöku ykkar hér.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Auður, Guðmundur, Guðrún, Hrönn, Kristey & Kristjana

Verð 7.500 kr.

Nr.

  • Suðvesturland