Útivistargírinn - Grunnavatnsskarð

Dags:

mið. 4. apr. 2018

Tími:

Þessi viðburður er liðinn.

Verið velkomin í fyrstu göngu Útivistargírsins 2018!

Ganga vikunnar er þægileg ganga um Grunnavatnsskarð.

Við ætlum að sameinast í bíla á bílastæði við Fjarðarkaup, brottför klukkan 18:00. 

Áætlaður göngutími eru um 2,5 klukkustundir.
Áætluð göngulengd er um 5,5 km.
Áætluð heildarhækkun/lækkun er um 90-110m. 
Gráðun göngunnar eru einn skór - létt ferð ætluð öllum sem geta hreyft sig með góðu móti.

Gengið frá Vatnsósi í Vífilstaðavatni að Gunnhildi, yfir Vífilstaðahlíð að mögulega þurrausnum Grunnuvötnum í uppsveitum Garðabæjar. Þaðan er gengið um Grunnavatnsskarð að Vatnsbotni.

Fyrsta ganga Útivistargírsins 2018 er jafnframt sú þægilegasta hvað erfiðleikastig varðar. Fararstjórar Útivistargírsins mæla eindregið með að fólk verði með frá upphafi. Athygli er vakin á að hópur Léttfeta mun gefa sér rýmri tíma til göngunnar.

Upphafsstaður göngunnar er hér: https://www.google.com/maps/@64.0784577,-21.8794999,3a,75y,97.91h,93.34t/data=!3m6!1e1!3m4!1sw_NeJOu570Z0WFPCs3iXXw!2e0!7i13312!8i6656

Athugið að fleiri bílastæði eru aðeins ofan við upphafsstað göngunnar, n.t.t. hér: https://www.google.com/maps/@64.0800136,-21.8799421,3a,75y,53.83h,69.25t/data=!3m6!1e1!3m4!1sCIWOY4mW7558ozIxY4j4Ag!2e0!7i13312!8i6656 
en við hvetjum þátttakendur til þess að mæta við Fjarðarkaup og sameinast í bílía.

Gönguna leiða Guðmundur og Kristjana. Vinsamlega skráið þátttöku ykkar hér.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Auður, Guðmundur, Guðrún, Hrönn, Kristey & Kristjana


Ertu ekki skráð(ur) í Útivistargírinn 2018?  Smelltu hér.

Verð 7.500 kr.

Nr.

  • Suðvesturland