Útivistarlífið - 100 gíga leiðin

Dags:

lau. 30. maí 2020

Tími:

Brottför frá Sjálandsskóla klukkan 8:00

Þessi viðburður er liðinn.

ATHUGIÐ! Þessi viðburður er einungis fyrir þátttakendur í Útivistarlífinu og gesti þeirra.

Við hittumst við Sjálandsskóla í Garðabæ - brottför klukkan 8:00.

Gangan hefst og endar á bílaplani við Reykjanesvita. Gengið verður að sjónum og rótum Valahnúks en að þessu sinni verður ekki gengið á hnúkinn af öryggisástæðum vegna nýlegra og tíðra sprungumyndana. Þaðan verður gengið að Gunnuhver, sagan af Gunnu rifjuð upp og svæðið skoðað. Því næst verður gengið á Sýrfell og í Stampahraunin áður en gengið er upp að Reykjanesvita.

Áætlaður göngutími eru um 6-7 klukkustundir.
Áætluð göngulengd eru um 15-16 km.
Áætluð heildarhækkun er um 300m
Gráðun göngunnar er tveir skór - miðlungs erfið ferð. Flestir geta tekið þátt hafi þeir réttan útbúnað og líkamlega getu til þess.

Bóka þarf í ferðina fyrir klukkan 18:00, föstudaginn 29. maí 2020.

Verð 2.500 kr.
Verð 2.500 kr.

Nr.

2004UVL
  • Suðvesturland