Útivistarlífið - haust 2020

Dags:

mán. 10. ágú. 2020 - lau. 24. okt. 2020

Brottför:

Þessi viðburður er liðinn.

DSCN5869.jpeg

Fullbókað er í Útivistarlífið, þú getur skráð þig á biðlista með því að senda póst á netfangið utivist@utivist.is.

Útivistarlífið

Útivistarlífið er dagskrárliður hjá Ferðafélaginu Útivist sem hóf göngu sína haustið 2019.  Útivistarlífinu var ákaflega vel tekið og langtum færri komust að en vildu.  Útivistarlífið býður byrjendum sem og lengra komnum að taka þátt í fjölda ferða þar sem fólk blandar saman hefðbundnum kvöld- og dagsferðum við þrekæfingar og aðrar útivistargreinar að eigin vali. 

Þátttakendur taka þátt í tíu viðburðum, þ.e. þremur kvöldferðum, þremur dagsferðum, þremur þrekæfingum útivið og myndakvöldi Útivistar.  Að auki geta þátttakendur valið um tvær valgreinar en til boða stendur að velja sjósund, gönguþrennu, ferðahjólreiðar, hellaferðir og valgreinina hærra og lengra.  Hér er lykilsetningin "Viltu prófa?" því valgreinarnar eru miðaðar að byrjendum í hverri grein sem langar að prufa fjölbreyttar gerðir útivistar.  Nýgræðingar og byrjendur eru velkomnir og fá leiðsögn við að taka fyrstu skrefin í sportinu en vert er að nefna að valgreinin Hærra og lengra hentar þátttakendum sem hafa þegar tekið sín fyrstu skref í útivist og vilja reyna fyrir sér í meira krefjandi ferðum.  Heildarfjöldi viðburða er 25 og þátttakendur geta haft áhrif á samsetningu dagskrárinnar eftir því hvaða greinar eru valdar. Rétt er að taka fram að starf Útivistarlífsins skarast ekki á við starf Fjallfara. 

Við bendum á að hægt er að skipta greiðslum í 2-3 greiðslur en þá þarf að hafa samband við skrifstofu Útivistar í síma 562-1000 á opnunartíma, milli 13 og 17 virka daga.  Einnig bendum við þátttakendum á að kynna sér mögulega þátttöku stéttarfélaga í kostnaði við Útivistarlífið.

Kjarnagreinar

Kjarnagreinar Útivistarlífsins eru þrjár, þ.e. dagsferðir, kvöldferðir og þrekæfingar útivið auk myndakvölds.  Ákefð og erfiðleikastig þrekæfinga er þátttakendum í sjálfsvald sett en þær eru settar upp á þann hátt að flestir geta notið góðs af þeim, óháð formi.  Allir þátttakendur í Útivistarlífinu taka þátt í kjarnagreinunum og geta svo valið sér tvær valgreinar að auki.  Fararstjórar í kjarnagreinum eru Auður Jóhannsdóttir, Guðrún Svava ViðarsdóttirHanna Guðmundsdóttir, og Guðmundur Örn Sverrisson.

Dags. Heiti Tegund ferðar Gráðun
10.08.2020 Kynningar- og undirbúningsfundur Fundur -
13.08.2020 Gullbringa Kvöldferð 1 skór
22.08.2020 Ármannsfell Dagsferð 2 skór
27.08.2020 Þrekæfing Kvöldferð -
10.09.2020 Stóra-Kóngsfell Kvöldferð 1 skór
24.09.2020 Þrekæfing Kvöldferð -
26.09.2020 Ok Dagsferð 2 skór
05.10.2020 Myndakvöld Útivistar Kvöldferð -
19.10.2020 Þórðarfell Kvöldferð 1 skór
22.10.2020 Þrekæfing Kvöldferð -
24.10.2020 Síldarmannagötur Dagsferð 

2 skór

Athugið að dagskrá getur breyst fyrirvaralítið m.t.t. veðurs og utanaðkomandi aðstæðna.  Fararstjórar áskilja sér rétt til að breyta ferðaáætlun af öryggissjónarmiðum.

Valgreinar

Þátttakendur geta valið um tvær greinar af fimm.  Er of margt spennandi í boði?  Ekkert mál - þú getur bætt við aukagrein fyrir 5.900 krónur!

Athugið að ekki þarf að tilgreina val við skráningu í Útivistarlífið.

Gönguþrenna:

Valgreinin gönguþrenna inniheldur tvær kvöldferðir og eina dagsferð undir leiðsögn Auðar Jóhannsdóttur og Kristjönu Kristjánsdóttur.  Gönguþrennan hentar þeim sem vilja bæta fleiri göngum við kjarnagreinar og feta nýjar slóðir í góðum félagsskap.

Ferðirnar eru á dagskrá sem hér segir:

Dags. Heiti Tegund ferðar Gráðun
31.08.2020 Sköflungur Kvöldferð 1 skór
19.09.2020 Reynivallaháls Dagsferð 2 skór
08.10.2020 Skálafell á Hellisheiði Kvöldferð 1 skór

Athugið að dagskrá getur breyst með stuttum fyrirvara m.t.t. veðurs eða utanaðkomandi þátta.

Sjósund:

Valgreinin sjósund inniheldur fjórar sjósundsferðir undir leiðsögn Ragnheiðar Valgarðsdóttur sem stundað hefur sjósund í rúman áratug og hefur reynslu af því að aðstoða byrjendur í sportinu.  Þátttakendur þurfa að vera syndir en ekki er gerð krafa um að fólk hafi stundað sjóböð.

Ferðirnar eru á dagskrá sem hér segir:

Dags. Heiti Gráðun
07.09.2020 Nauthólsvík 1 skór
21.09.2020 Akranes 1 skór
28.09.2020 Skarfaklettur 1 skór
12.10.2020 Nauthólsvík

1 skór

Athugið að dagskrá getur breyst með stuttum fyrirvara m.t.t. veðurs eða utanaðkomandi þátta.
 


Hellaferðir:

Valgreinin hellaferðir inniheldur þrjár ferðir - tvær kvöldferðir og eina dagsferð.  Í ferðunum njóta þátttakendur leiðsagnar Ólafar og Guðrúnar Svövu Viðarsdóttur.  Ferðirnar eru blanda af hefðbundnum göngum og hellaskoðun og nauðsynlegt er að hafa hjálm og höfuðljós meðferðis í ferðirnar.  Hægt er að fá hjálma í öllum helstu útivistarverslunum en athugið að hefðbundnir reiðhjólahjálmar duga vel í þessar ferðir.

Ferðirnar eru á dagskrá sem hér segir:

Dags. Heiti Tegund ferðar Gráðun
20.08.2020 Leiðarendi Kvöldferð 1 skór
12.09.2020 Gjábakkahellir Dagsferð 2 skór
15.10.2020 Þrengsli Kvöldferð  1 skór

 

Ferðahjólreiðar:

Valgreinin ferðahjólreiðar inniheldur þrjár hjólaferðir - tvær kvöldferðir og eina dagsferð.  Í ferðunum njóta þátttakendur leiðsagnar Auðar Jóhannsdóttur sem hefur víðtæka reynslu af ferðahjólreiðum hérlendis og erlendis.  Flestar gerðir reiðhjóla henta í ferðirnar að "racer" götuhjólum undanskildum.

Ferðirnar eru á dagskrá sem hér segir:

Dags. Heiti Tegund ferðar Gráðun
17.08.2020 Skammidalur-Álafosskvos Kvöldferð 1 skór
24.08.2020 Hópsnes Kvöldferð 1 skór
29.08.2020 Flóinn og fjaran Dagsferð  2 skór

Athugið að dagskrá getur breyst með stuttum fyrirvara m.t.t. veðurs eða utanaðkomandi þátta.


Hærra og lengra:

Valgreinin hærra og lengra inniheldur þrjár ferðir - tvær kvöldferðir og eina dagsferð.  Hærra og lengra er fyrir þá sem vilja prófa að fara í meira krefjandi ferðir, 9-10km kvöldferðir með 450-800m hækkun og 21km dagsferð með um 900m hækkun.  Hærra og lengra er því ekki fyrir byrjendur í útivist heldur þá sem þegar hafa tekið sín fyrstu skref í útivist og eru ágætu gönguformi.   Í ferðunum njóta þátttakendur leiðsagnar Hönnu Guðmundsdóttur og Guðmundar Arnar Sverrissonar.  

Ferðirnar eru á dagskrá sem hér segir:

Dags. Heiti Tegund ferðar Gráðun
03.09.2020 Melahnúkur Kvöldferð 2 skór
14.09.2020  Móskarðshnúkar Kvöldferð  2 skór 
10.10.2020  Bringur-Úlfarsfell Dagsferð  3 skór 

Athugið að dagskrá getur breyst með stuttum fyrirvara m.t.t. veðurs eða utanaðkomandi þátta.

Birt með fyrirvara um prent- og innsláttarvillur.

Verð 29.900 kr.
Verð 29.900 kr.

Nr.

2002UVL
  • Suðvesturland