Útivistarlífið - Dyngjan, Sogin, Vötnin

Dags:

lau. 19. okt. 2019

Brottför:

Brottför kl. 8 frá Sjálandsskóla

Þessi viðburður er liðinn.

ATHUGIÐ.  Þessi ferð er eingöngu fyrir þátttakendur í Útivistarlífinu og maka þeirra.

Gengið verður á Grænudyngju, um Sogin að Grænavatnseggjum, að Grænavatni og Spákonuvatni.  Ekið verður að Höskuldarvöllum á eigin bílum en vegurinn er mjög grófur og því leggjum við til að fólk sameinist í hærri bíla - jeppa og jepplinga.

 

Áætluð vegalengd: 14-16km.  Áætluð hækkun 3-400m.  Áætlaður göngutími 6-8 klukkustundir.

Brottför frá Sjálandsskóla klukkan 8:00.

Fararstjórar eru Kristjana Kristjánsdóttir, Auður Jóhannsdóttir og Guðmundur Örn Sverrisson

Verð 3.900 kr.
Verð 3.900 kr.

Nr.

1902UVL