Nýársþrek Útivistar 2020

Dags:

sun. 5. jan. 2020 - fim. 30. jan. 2020

Brottför:

Þessi viðburður er liðinn.

 nýársþrek-banner.png

Skráningu lokið.  Hafið samband við skrifstofu Útivistar varðandi mögulega þátttöku.

Nú tökum við nýárið með trompi og komum okkur í gott gönguform í janúar.  Nýársþrek Útivistar er þétt göngudagskrá sem nær yfir janúar og gefur gott start inn í nýtt gönguár. Hér er tvinnað saman fjórum kvöldgöngum, fjórum þrekæfingum utandyra og tveimur dagsferðum svo úr verður frábær hreyfiveisla úti í náttúrunni sem henta byrjendum sem lengra komnum.  Þrekæfingarnar eru með því móti að allir geta notið góðs af þeim og aðlagað að eigin getu.

Starfið verður kynnt sunnudaginn 5. janúar 2020 klukkan 20:00 í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123 en þátttökufjöldi er takmarkaður, tryggðu þér pláss! 

Dagskráin er sem hér segir:

7. janúar Þrekæfing (úti)
9. janúar Heiðmerkuráttan (kvöldganga)
11. janúar Þormóðsdalur (dagsferð)
14. janúar Þrekæfing (úti)
16. janúar Stórhöfði (kvöldganga)
21. janúar Þrekæfing (úti)
23. janúar Búrfellsgjá (kvöldganga)
25. janúar Krýsuvíkurgata (dagsferð)
28. janúar Þrekæfing (úti)
30. janúar Þorbjörn (kvöldganga)

Athugið að dagskrá getur breyst fyrirvaralítið m.t.t. veðurs og utanaðkomandi aðstæðna.  Fararstjórar áskilja sér rétt til að breyta ferðaáætlun af öryggissjónarmiðum.

Þrekæfingar og kvöldgöngur hefjast klukkan 18:00.

Nýársþrek Útivistar er sem fyrr segir gott start fyrir nýtt ferðaár og að dagskrá lokinni hafa þátttakendur fengið að kynnast gönguleiðum við hæfi á þessum árstíma, þrek- og styrktaræfingum á útisvæðum sem henta vel til þrekþjálfunar.  Við bendum þátttakendum á að kynna sér mögulega þátttöku stéttarfélaga í kostnaði við Nýársþrek Útivistar.

Athugið að undirbúningsfundurinn verður haldinn í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, sunnudaginn 5. janúar 2020.

Fararstjórar Nýársþreks Útivistar eru Hanna Guðmundsdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir og Guðmundur Örn Sverrisson.

Verð 9.900 kr.
Verð 9.900 kr.

Nr.