Þrekhópur Útivistar

Dags:

þri. 5. feb. 2019 - fim. 28. feb. 2019

Brottför:

Þessi viðburður er liðinn.

þrekhopur-februar.png

Þrekhópur Útivistar er þétt göngudagskrá og gefur gott start inn í nýtt gönguár. Hér er tvinnað saman tveimur kvöldgöngum, fjórum þrekæfingum utandyra og tveimur dagsferðum svo úr verður frábær hreyfiveisla úti í náttúrunni sem henta byrjendum sem lengra komnum.  Þrekæfingarnar eru með því móti að allir geta notið góðs af þeim og aðlagað að eigin getu.  Dagsferð Útivistar á Eldborg, Drottningu og Stóra-Kóngsfell er innifalin í dagskránni.

Dagskráin er sem hér segir:

5. febrúar Þrekæfing
9. febrúar Sveifluháls (dagsferð)
12. febrúar Þrekæfing
14. febrúar Mosfell (kvöldganga)
19. febrúar Þrekæfing
23. febrúar Eldborg, Drottning og Kóngsfell (dagsferð)
26. febrúar Þrekæfing
28. febrúar Þórðarfell (kvöldganga)

Nauðsynlegt er að eiga skjólgóðan fatnað sem hentar til útivistar að vetrarlagi, höfuðljós og sk. Esjubrodda.  Allar þrekæfingar eru útivið.

Starfið verður kynnt á skrifstofu Útivistar þann 4. febrúar 2019 klukkan 19:00.

Fararstjórar Þrekhóps Útivistar eru Auður Jóhannsdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir og Guðmundur Örn Sverrisson

Verð 17.400 kr.
Verð 9.900 kr.

Nr.

1900T02