Þrekhópur Útivistar

Dags:

fös. 13. mar. 2020 - fös. 31. júl. 2020

Brottför:

DSCN5170.jpg

Þrekhópur Útivistar er nýr dagskrárliður Ferðafélagsins Útivistar sem hentar þeim sem vilja koma sér í eða vilja halda sér í fjallgönguformi.  Með þátttöku í Þrekhópi Útivistar geta þátttakendur tekið þátt í þrekæfingum á þriðjudögum og styttri ferðum af fjölbreyttum toga á fimmtudögum.  Þátttaka í Þrekhópi Útivistar kostar einungis 3.900 krónur á mánuði og veitir þátttakendum ótakmarkaðan aðgang að ferðum hópsins. Hægt er að skrá sig í hópinn hvenær sem er, áskriftin er ekki bundin við mánaðarmót. 

Fararstjórateymi Þrekhóps Útivistar samanstendur af sjúkraþjálfurum, yogakennurum og reyndum fararstjórum sem stýra ferðum með markvissum en ekki síst líflegum hætti.  Eins og í öðru hópastarfi Útivistar er rík áhersla lögð á samheldni, öryggi og gleði.

Ferðir eru kvöldferðir og hefjast klukkan 18:00 nema sérstaklega sé tekið fram að um morgunferð sé að ræða.

Dagskrá Þrekhóps Útivistar er þannig:

Dags. Þriðjudagur Dags. Fimmtudagur
       
2. júní Þrekæfing 4. júní Tröllafoss
9. júní Þrekæfing 11. júní Lokufjall
16. júní Þrekæfing  18. júní Esja-Steinn
23. júní Þrekæfing 25. júní Arnarhamar
30. júní Þrekæfing  2. júlí Grímannsfell-Stórhóll
7. júlí Þrekæfing 9. júlí Eldborgarhringur
14. júlí Þrekæfing 16. júlí Geitahlíð
21. júlí Þrekæfing 23. júlí Trölladyngja
28.júlí Þrekæfing 30. júlí Helgafell Hafnarfirði

Dagskráin er birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Athugið að dagskráin getur breyst m.t.t. veðurs og utanaðkomandi aðstæðna.

 

Fararstjórar Þrekhóps Útivistar eru: Auður Jóhannsdóttir, Guðrún Svava Viðarsdóttir, Hanna Guðmundsdóttir, Kristjana KristjánsdóttirRagnheiður Ýr Grétarsdóttir, Steinunn S. Ólafardóttir og Guðmundur Örn Sverrisson

 

Athugið að 3.900 er mánaðargjald.  Við skráningu skuldfærist fyrsti mánuðurinn á kortið þitt, starfsmaður Útivistar hefur svo samband til að ganga frá mánaðarlegri skuldfærslu.

Verð 3.900 kr.
Verð 3.900 kr.

Nr.

2001THU
  • Suðvesturland