Snæfjallaströnd – Jökulfirðir. Slóðir bóka Jóns Kalmans

Dags:

mán. 22. júl. 2013 - fim. 25. júl. 2013

Brottför:

kl. 08:30

  • Skáli / tjald
Þessi viðburður er liðinn.

Siglt frá Ísafirði yfir að Sandeyri og gengin þaðan gamla póstleiðin yfir Snæfjallaheiði í Grunnavík. Gengið á Maríuhorn og litið yfir Höfðaströnd. Á þriðja degi verður hópurinn ferjaður að Sæbóli í Aðalvík. Þaðan verður gengið að Hesteyri, en þangað verður farangurinn ferjaður. Á fjórða degi verður gengið inn Hesteyrarbrúnir og jafnvel inn undir Kjaransvíkurskarð. Neðri leiðin verður farin til baka að Hesteyri, en þaðan flytur bátur hópinn til Ísafjarðar. Óbeinn undanfari þessarar ferðar er helgarferð um Ísafjörð og Bolungarvík, sem einnig er um slóðir bóka Jóns Kalmans. Þess má geta að Endurmenntun Háskóla Íslands og Fræðslumiðstöð Vestfjarða áforma að bjóða upp á kvöldnámskeið á vordögum þar sem umræddar skáldsögur Jóns Kalmans Stefánssonar verða lesnar og ræddar. Nánari upplýsingar á www.endurmenntun.is og www.frmst.is

Innifalið í verði er gisting í svefnpokaplássi í Bolungarvík, Grunnuvík og Hesteyri, morgunmatur og kvöldverður á Hesteyri, siglingar frá Bolungarvík að Sandeyri, frá Grunnuvík í Aðalvík og frá Hesteyri í Bolungarvík, trússflutningur og fararstjórn.

Hægt er að bóka sig með gistingu í tjaldi og lækkar þá verðið um 15.000 kr. 
Skráning á skrifstofu Útivistar í síma 562 1000 eða utivist@utivist.is

Fararstjóri er Sigurður Pétursson sagnfræðingur.

Verð 62.000 kr.
Verð 56.000 kr.

Nr.

1307L17
  • Vestfirðir