Gamlar þjóðleiðir 5: Fitjar – Brunnavötn

Dags:

lau. 11. maí 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 8:00

Þessi viðburður er liðinn.

Gangan hefst á Fitjum í Skorradal og gengið upp með Fitjaá þar sem gefur að líta marga gullfallega fossa. Þegar upp undir Eiríksvatn kemur er sveigt yfir í Lundarreykjadal og gengið um Uxahryggi og upp að Brunnhæðum. Vegalengd 20 km. Hækkun 400 m. Göngutími 6-7 klst.

Verð til félagsmanna kr. 6.000. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Nánari upplýsingar um raðgönguna.

Verð 6.000 kr.

Nr.

1905D02