Landeyjar - Fljótshlíð

Dags:

lau. 17. ágú. 2019

Brottför:

kl. 9.00

Sameinast í bíla og ekið austur á Hvolsvöll. Hjólað um þjóðveg nr. 1 um Landeyjar að Eyjafjöllum og beygt inn á Þórsmerkurveg. Farið yfir gömlu Markarfljótsbrúna að Dímonarvegi við Stóra-Dímon. Hjólað um Fljótshlíð til Hvolsvallar. Vegalengd um 60 km og áætlaður hjólatími 6-7 klst. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald fyrir félagsmenn í Útivist en þeir sem þiggja far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Aldurstakmark 16 ár.

Nr.

1908R01