Sumarleyfisferð: Vestfirðir

Dags:

fös. 19. júl. 2019 - mán. 22. júl. 2019

Brottför:

auglýst síðar

  • Tjald
Þessi viðburður er liðinn.

Þriggja daga hjólaferð um Vestfirði.

19. júlí – Breiðadalsheiði -  Önundafjörður

Hjólað frá tjaldsvæðinu í Tungudal  yfir gömlu Breiðadalsheiði í Önundafjörð. Hjólaður hringur um Önundarfjarðarbotn, komið við í Holti og sandfjaran þar skoðuð. Á bakaleið verður hjólað í gegnum Vestfjarðagöngin. Vegalengd  50 km.

20. júlí –Óshlíð - Bolungarvík

Hjólatúr dagsins hefst við Menntaskólann á Ísafirði og farið um hinn aflagða Óshlíðarveg. Komið við í Ósvör og hjólað til Bolungavíkur og svipast um í bænum. Óshlíðargöngin hjóluð til baka. Vegalengd um 35 kílómetrar, áætlaður hjólatími 4-5 klst. Eftir ferðina verður ekið sem leið liggur inn Ísafjarðardjúpið og út á Langadalsströnd þar sem verður tjaldað.

21. júlí – Skjaldfönn

Farið í Kaldalónið út á Snæfjallaströnd þar sem vegurinn endar við bæinn Tirðilmýri. Þar verður áð  áður en sama leið er hjóluð til baka. Snæfjallaströndin fór í eyði árið 1995 en þar hefur síðustu sumur verið rekið kaffihús í gamla félagsheimilinu Dalbæ. Einnig er þar sýning  um líf fólksins á þessum slóðum fyrr á tímum. Ef tími vinnst til verður hjólað inn Skjaldfannardal áður áður en haldið verður heim.  Vegalengd um 50 km, áætlaður hjólatími 6-7 klst.

Fararstjórar eru Guðrún Hreinsdóttir og Guðbjartur Guðbjartsson.

Verð 10.000 kr.

Nr.

1907R01