Leirársveit - Svínadalur - dagsferð

Dags:

lau. 29. sep. 2018

Brottför:

kl. 9:00

Þessi viðburður er liðinn.

Ferðin hefst við Laxárbakka. Þaðan verður hjólað inn Leirársveit og Svínadal meðfram Eyrarvatni og Glammastaðavatni. Þaðan verður farið niður á Hvalfjarðarveg og til baka að Laxárbakka. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal. Vegalengdin er um 40 km og áætlaður hjólatími 5-6 klst.  Allir félagsmenn Útivistar velkomnir. Ekkert þátttökugjald, en þeir sem fá far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar. 

Aldurstakmark í þessa ferð er 16 ára.

Nr.

1809R02
  • Vesturland