Hjólaferð um nágrenni Húsafells - breytt ferðaplan

Dags:

fös. 27. júl. 2018 - sun. 29. júl. 2018

Brottför:

Þessi viðburður er liðinn.

Gist verður í tjöldum í Húsafelli og farnar þrjár dagleiðir þaðan.

Fyrsta dagleið föstudagur: Húsafellshringur, hjólað frá tjaldstæðinu niður að Húsafelli og steinlistaverkin hans Páls skoðuð. Þaðan er svo farið niður að Barnafossum og þeir skoðaðir. Haldið yfir brúna yfir á Hvítársiður og hjólað upp að afleggjaranum að Arnarvatnsheiði og þaðan aftur í tjaldstæði. Vegalengd ca 35 km. Brottför kl. 9:30

Önnur dagleið laugardagur: Farið á bílum að Reykholti þar sem ferðin byrjar. Hjólað að Deildartunguhver og þaðan yfir á Hvítársíður og yfir brúna ofan við Bjarnastaði. Reykholtsdalsvegur hjólaður að Reykholti. Vegalengd ca 45 km. Brottför kl. 9:30

Þriðja dagleið sunnudagur: Byrjað við gatnamótin að Lundareykjadal og dalurinn hjólaður að botni, farið upp að Jötnabrúarfossum og Uxahryggjaveg til baka. Vegalengd ca 36 km. Brottför kl. 9:30

Sundlaug er á staðnum og veitingastaður en einnig verður grill á staðnum fyrir þá sem vilja. Við verðum með stórt tjald þar sem hægt verður að sitja inni á kvöldin.

Verð 8.000 kr.

Nr.

1807R01
  • Suðurland