Borgarfjörður - Hítarvatn - dagsferð

Dags:

lau. 16. jún. 2018

Brottför:

kl. 9:00

Þessi viðburður er liðinn.

Ferðin hefst við afleggjarann að Hítarvatni nærri Bretavatni. Leiðin liggur síðan um Hítardal að Hítarvatni þar sem við hvílumst og njótum náttúrufegurðarinnar þar til við höldum til baka sömu leið. Vegalengdin er um 50 km og áætlaður hjólatími 6-7 klst.  Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal. Allir félagsmenn Útivistar velkomnir. Ekkert þátttökugjald, en þeir sem fá far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar. 

Aldurstakmark í þessa ferð er 16 ára.

Nr.

1806R02
  • Vesturland