Skammidalur

Dags:

lau. 4. nóv. 2017

Brottför:

kl. 10:00.

Þessi viðburður er liðinn.

Hjólað verður upp með Grafarvogi að norðan og síðan eftir stíg meðfram Vesturlandsvegi með stefnu á Úlfarsfell. Farið upp fyrir Úlfarsfell og inn í Mosfellsbæ en síðan stefnt á Skammadal sem liggur milli Helgafells og Æsustaðafjalls. Þar er fáfarinn vegur sem skemmtilegt er að hjóla. Haldið til baka í gegnum Mosfellsbæ og sjónum fylgt eins og hægt er til upphafsstaðar. Vegalengdin er um 35 km og áætlaður hjólatími 4-5 klst. Ef veður verður óhagstætt verður farin styttri leið. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar.

Nr.

1711R01
  • Suðvesturland