Fjallfarar

Dags:

mið. 12. sep. 2018 - sun. 23. jún. 2019

Tími:

Fjallfarar Útivistar er samhentur hópur sem gengur saman 20 skipulagðar göngur frá september 2018 fram í júní 2019.  Að jafnaði er ein kvöldganga í mánuði og ein dagsferð með undantekningum þó en dagskránni lýkur með helgarferð yfir Fimmvörðuháls á Jónsmessu. Í kvöldgöngum og einstaka dagsferðum sameinast hópurinn í bíla en í öðrum ferðum verður ferðast í rútu.  Allajafna er brottför í kvöldgöngur kl. 18:00 á miðvikudegi og helgarferð kl. 8:00 á laugardegi.

Fjallfarar henta þeim sem þegar hafa tekið sín fyrstu skref í fjallgöngum og útivist og vilja ferðast drjúgar dagleiðir og skemmtilegar kvöldgöngur í góðra vina hópi.  Rík áhersla verður lögð á liðsheild og félagsanda.

Til að gerast Fjallfari Útivistar starfsárið 2018-2019 getur þú skráð þig á skrifstofu Útivistar, í síma 562-1000 eða á Útivist.is. Þátttökugjald fyrir félagsmenn eru 65.000 krónur.  Kynningar- og undirbúningsfundur verður haldinn þann 5. september 2018 kl. 20:00.  Athugið að takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst að.

Fararstjórar Fjallfara eru Guðrún Svava Viðarsdóttir og Guðmundur Örn Sverrisson sem eru félagsmönnum að góðu kunnug úr starfi Útivistargírsins. 

Fjallfarar dagskra´_PUB.jpg

Verð 65.000 kr.
Verð 65.000 kr.

Nr.

1800P01


Myndband