Fjallarefir - vor 2019

Dags:

þri. 8. jan. 2019 - sun. 26. maí 2019

Brottför:

Þessi viðburður er liðinn.

Á leið út á Nes  

 

Nú halda Fjallarefir ótrauðir inn í sitt áttunda gönguár. Í gegnum tíðina hefur fjöldi manns reimt á sig gönguskóna og arkað með refunum um fjöll og firnindi. Gönguhópur Fjallarefa er ætlaður fólki sem vant er gönguferðum og hefur reynslu af göngum úti í náttúrunni á öllum tímum árs. Gengið er alla þriðjudaga, ein dagsferð er farin í mánuði og helgarferð í lok námskeiðsins. Á þessu vornámskeiði verður farið í  dagsferðir á Hvalfjarðarsvæðið og í Borgarfirði. Gengið verður meðfram ströndum og upp til fjalla, allt eftir veðri og færð.

 

Linda Udengård leiðsögumaður er í forsvari fyrir Fjallarefi og með henni eru Baldur Þorsteinsson íþróttakennari, Ása Ögmundsdóttir leiðsögumaður og Andri Lefever leiðsögumaður.

 

Takmarkaður fjöldi er í gönguhópnum, 30 manns. Persónuleg samskipti og fagmennska er aðalsmerki Fjallarefa. Vornámskeiðið hefst þriðjudaginn 8. janúar og lýkur með helgarferð í maí.

 

Dagskrá Fjallarefa vorið 2019: 

Janúar

Þriðjudagar, Öskjuhlíð og nágrenni. Dagsferð: 12. janúar - strönd

Febrúar

Þriðjudagar, Vífilsstaðahlíð og nágrenni. Dagsferð: 16. febrúar - dalur

Mars

Þriðjudagar, Rauðavatn og nágrenni. Dagsferð: 16. mars - fjall

Apríl

Þriðjudagar, Mosfellsbær, fell og fjöll. Dagsferð: 6. apríl – þjóðleið

Maí

Þriðjudagar, Kjósin og nágrenni. Helgarferð: 24.-26. maí – Snæfellsnes

 

Upplýsingar eru veittar á fjallarefir@simnet.is eða á skrifstofu Útivistar.

 

 

 

 

Verð 30.000 kr.

Nr.

1900F01