Fjallarefir

Síun
 • Dags:

  þri. 8. jan. 2019 - sun. 26. maí 2019

  Brottför:

  Nú halda Fjallarefir ótrauðir inn í sitt áttunda gönguár. Í gegnum tíðina hefur fjöldi manns reimt á sig gönguskóna og arkað með refunum um fjöll og firnindi. Gönguhópur Fjallarefa er ætlaður fólki sem vant er gönguferðum og hefur reynslu af göngum úti í náttúrunni á öllum tímum árs. Gengið er alla þriðjudaga, ein dagsferð er farin í mánuði og helgarferð í lok námskeiðsins. Á þessu vornámskeiði verður farið í  dagsferðir á Hvalfjarðarsvæðið og í Borgarfirði. Gengið verður meðfram ströndum og upp til fjalla, allt eftir veðri og færð.

  • Verð:

   30.000 kr.
  • Nr.

   1900F01
  • ICS