Þemaferð: Fuglaskoðun á Reykjanesskaga

Dags:

lau. 7. maí 2022

Brottför:

Kl. 09:00 frá Mjódd

Í þessari ferð er farið með rútu milli staða sem eru þekktir fyrir fjölda fuglategunda eða hversu auðvelt er að skoða þá. Með í för eru vanir fuglaskoðarar og fræðimenn. Tilvalið að hafa börnin með. Muna eftir kíki. 

Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.400 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 6.750 kr.

Nr.

2205D01