Grímmannsfell

Dags:

lau. 20. mar. 2021

Brottför:

kl. 9:30. frá Mjódd

Þessi viðburður er liðinn.

Þar sem ekki er hægt að ganga á Keili eins og vanalegt er á þessum tíma tökum við í staðin þæginlega og létta göngu á Grímannsfell.

Farið verður norðan á fjallið frá Gljúfrasteini í Mosfellsdal. Gengið inn að Helgufossi en þaðan verður stefnan tekin á hæsta hluta fjallsins, Háahnúk. Af honum er stutt leið á Hjálm sem er lítið eitt lægri suðvestar á fjallinu. Þaðan liggur leiðin niður Torfdalshrygg að Bjarnarvatni. Við útfall Varmár úr Bjarnarvatni má sjá leifar af vatnsmiðlun vegna virkjunar árinnar þegar Álafossverksmiðjan í Mosfellssveit hóf starfsemi sína árið 1896. Göngunni lýkur í Þormóðsdal.

Vegalengd 11 km. Hækkun 400 m. Göngutími 5 klst.

Fararstjóri er Páll Arnarson.

Verð til félagsmanna kr. 6.000 og innifalið í því er fararstjórn og rúta. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.000 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Hvaðan er farið?

Verð 5.400 kr.

Nr.

2103D03
  • Suðvesturland