Fundargerð aðalfundar 2015

Aðalfundur Útivistar

 

haldinn í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, Reykjavík, 19. mars 2015

 

Formaður félagsins, Þórarinn Eyfjörð, setti fundinn. Fundarmenn samþykktu Gylfa Arnbjörnsson sem fundarstjóra og Önnu Soffíu Óskarsdóttur og Maríu Berglindi Þráinsdóttur sem fundarritara.

 

Fundurinn var boðaður með löglegum hætti og er því löglegur.

Þátttakendur voru 57 talsins.

 

SKÝRSLA STJÓRNAR

Þórarinn Eyfjörð, formaður félagsins, flutti skýrslu stjórnar um mál og verk sem hæst báru á árinu. [FYLGISKJAL].

Myndir úr starfi félagsins birtust á skjá á meðan formaðurinn flutti skýrsluna.

 

Fundarstjóri lagði til að skýrsla gjaldkera yrði flutt strax á eftir skýrslu formannsins og síðan yrði fjallað um báðar skýrslurnar í einu. Það var samþykkt.

 

REIKNINGAR FÉLAGSINS OG SKÝRSLA GJALDKERA

Skúli H. Skúlason kynnti reikninga félagsins og ferðabókhald. [FYLGISKJAL].

 

Engar umræður urðu um skýrslur formanns og gjaldkera og þær ásamt reikningum samþykktar.

 

KOSNINGAR Í NEFNDIR OG KJARNA

Jóhanna Benediktsdóttir kynnti tillögur uppstillinganefndar sem voru samþykktar.

[FYLGISKJAL].

 

(Kaffihlé)

 

ÖNNUR MÁL

Bergþóra Bergsdóttir spurði hvort búið væri að ráða umsjónarmann í Bása. Formaður og framkvæmdastjóri sögðu að auglýst hefði verið eftir umsjónarmanni sem myndi sjá um Bása allt tímabilið og að þrjár umsóknir liggi fyrir. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu. Skúli sagði að kominn væri kandidat í starfið en það ætti eftir að gera ráðningarsamning. Þetta er tilraunaverkefni í ákveðinn tíma. Kostar meira og árangurinn verður metinn í lok tímabilsins.

Nýtt fyrirkomulag á að auka yfirsýn og hagsýni varðandi reksturinn. Umsjónarmaður verður ráðinn til áramóta en verður í Básum fram í október og á þá eftir að taka sumarfrí og frí vegna frídaga.

 

Friðbjörn Steinsson spurði um tillögu um skipulag á Goðalandi

Útivist er ætlað nokkuð rúmt svæði í Básum. Fjögur byggingasvæði eru skilgreind undir Bólfelli, sem þjónustu- og verslunarsvæði, hálfur hektari hver lóð með 300 fm byggingarleyfi. Þær eru ekki sérstaklega ætlaðar fyrir Útivist. Útivist gerir alvarlegar athugasemdir við það. Básar væru ekki til nema vegna þess að Útivist hefur verndað svæðið og því verður lögð áhersla á að settar verði mjög strangar kröfur um hvers konar þjónusta megi vera þarna. Útivist getur sótt um lóð þarna t.d. fyrir móttökuhús fyrir dagsferðir. Skúli nefndi að skipulagsyfirvöld væru að reyna að rjúfa einokun á ákveðnum svæðum. Leggja áherslu á að Básar eigi að vera útivistarparadís þar sem einfaldleikinn ræður ríkjum og ef þarna verða aukalóðir þurfi að hafa mjög strangar reglur.

Nokkrar umræður urðu um málið og var mörgum uggur í brjósti.

 

Formaður félagsins kynnti nýjan grunn fyrir fararstjórapunkta sem að uppistöðu er safn Steinars Frímannssonar. Þeir voru settir í aðgengilegra form en það gamla, þar er hægt að skoða staðsetningu á korti og alla punkta innan þess svæðis sem valið er. Gert er ráð fyrir að virkir fararstjórar fái lykilorð sem gildir fyrir árið. Valinn hópur sjái um ritstjórn og geti sett efni inn frá þeim sem vilja bæta efni við grunninn.

 

Brú yfir Markarfljót: Þórarinn sýndi mynd af verðlaunatillögu að brú yfir Markarfljót. 170 metra löng brú á strengjum og mjög fínleg í allri smíði. Friðbjörn Steinsson spyr hvort hægt eigi að vera að fara yfir á fjórhjólum. Útivist hefur lagt áherslu á að hvorki eigi að vera hægt að aka mótorhjólum né fjórhjólum þar yfir en hægt verði að flytja sjúklinga á mjög litlu fjórhjóli. Fallið var frá aðgengi sjúkrabíla um brúna. Aðgangur inn á brúna verði þannig að aðeins einn maður geti smeygt sér inn í einu

 

40 ára afm.æli félagsins: Skúli H. Skúlason minnti á að félagið á stórafmæli og hefst afmælisveislan á laugardag með teiti. Á sunnudag er hefðbundin afmælisganga á Keili og nú í gömlu göngufötunum og svo heldur afmælisveislan áfram allt árið í ferðum og með fleiri viðburðum eins og kynnt er í ferðaáætlun.

 

Formaður félagsins sleit fundinum með ósk um að komandi ár verði eftirminnilegt, ekki bara fyrir þá baráttu sem fyrir höndum er.

  • Mynda-
  kvöld

  Myndakvöld

  Kaffi- og myndanefnd voru settar á stofn fljótlega eftir stofnun Útivistar. Markmið þeirra er að halda myndakvöld þar sem félagsmenn koma saman til að skoða myndir og hlýða á ferðasögur frá ferðum sem Útivist hefur staðið fyrir. Auk þess eru kynntar ferðir á nýjum slóðum. Oft eru fengnir utanaðkomandi aðilar til að kynna áhugaverð svæði.

  Glæsilegar kaffiveitingar eru eitt aðalsmerki myndakvöldanna. Félagslegi þátturinn er stór. Útivistarfélagar hittast, rifja upp góðar stundir og gæða sér á kræsingum af kökuhlaðborðinu.

  Myndakvöld eru haldin fimm sinnum yfir vetrarmánuðina og njóta mikilla vinsælda. Allur ágóði af myndakvöldunum er nýttur til að efla félagið. Lengst af var hann settur í uppbyggingu aðstöðu félagsins í Básum á Goðalandi. Nú síðustu ár hefur ágóðanum verið varið í kaup og uppsetningu útsýnisskífu á Réttarfelli og glæsileg fræðsluskilti í Básum.

  Öll herlegheitin kosta aðeins 1.500 kr. Gestir eru vinsamlegast beðnir að hafa handbært reiðufé því ekki er hægt að taka við greiðslukortum.

  Næstu ferðir

 • Jeppa-
  ferðir

  Jeppaferðir

  Í jeppaferðum koma þátttakendur á eigin jeppum. Ferðast er í hóp undir leiðsögn fararstjóra sem hefur góða reynslu af þessari tegund ferðamennsku. Bæði er um að ræða vetrarferðir þar sem gerðar eru tilteknar kröfur um búnað jeppanna, svo og sumar- og haustferðir sem henta lítið breyttum eða óbreyttum jeppum. 

  Næstu ferðir

  3. mars 2018 - 4. mars 2018

  Fimmvörðuháls

  24. mars 2018 - 25. mars 2018

  Fjallabak nyrðra – Mælifellssandur

  7. apríl 2018 - 8. apríl 2018

  Fjallabak syðra

 • Fjalla-
  refir

  Fjallarefir

  Á námskeiðum Fjallarefa er gönguþrek markvisst byggt upp og þátttakendur kynnast fjölbreyttum gönguleiðum.

  Námskeið Fjallarefa er ætlað þeim sem áður hafa tekið þátt í námskeiðum og/eða eru í ágætis gönguformi. Námskeiðið felur í sér þrekgöngutíma, dagsferðir og helgarferð. Samhliða göngunum verður fræðsla þar sem þátttakendur safna í sarpinn hagnýtum upplýsingum sem tengjast útivist, til dæmis varðandi klæðnað, næringu, útbúnað og leiðarval. 

  Þrekgöngutímar eru á þriðjudögum og dagsferðir á laugardögum. Þátttakendur koma á eigin bílum á upphafsstað göngu en geta sameinast í bíla eftir hentugleikum.

  Hámarksfjöldi: 40 manns.

  Næstu ferðir

 • Everest

  Everest 2018

  Everest-hópur Útivistar er ætlaður fólki sem er í þokkalega góðu formi og vill reyna á sig í hressilegum fjallgöngum. Boðið verður upp á þríþætta dagskrá, sjá hér fyrir neðan:

  Kvöldgöngur á miðvikudögum kl.18 (1 ½ - 2 klst)
  10. janúar - 21. mars => 11 göngur
  5. september - 21. nóvember => 12 göngur

  Dagsgöngur – 2. laugardag í mánuði
  20. janúar – Akrafjall
  10. febrúar – Grindarskörð-Kistufell
  10. mars – Hrafnabjörg
  14. apríl – Skarðsheiði endilöng
  9. júní – Eiríksjökull
  8. september – sjö tindar Hafnarfjalls
  13. október – kringum Botnssúlur
  10. nóvember – Hengilssvæðið
  8. desember – jólaóvissuferð

  Helgarferðir
  10.-13. maí - Rótarfjallshnjúkur og Svínafellsfjall
  10.-12. ágúst – Ólafsfjörður-Hvanndalir-Héðinsfjörður

  Kvöldgöngurnar (23 talsins) eru innifaldar í skráningargjaldi sem er aðeins 30.000 kr. Verð í dagsgöngur er 4.900 kr. og í helgarferðir 9.800 kr.
  Fararstjórar eru Stefán Birgisson, Unnur Jónsdóttir, Reynir Þór Sigurðsson, Gylfi Arnbjörnsson og Kristjana Birgisdóttir. Á kantinum er svo Kristíana Baldursdóttir.

  Skráning á skrifstofu Útivistar, í síma 562 1000 eða með tölvupósti á utivist@utivist.is.

  Fyrstur kemur, fyrstur fær - fjöldinn verður takmarkaður

  Lokaður hópur – aðeins fyrir þá sem greiða skráningargjaldið

  Næstu ferðir

  10. mars 2018

  Hrafnabjörg

  10. maí 2018 - 13. maí 2018

  Rótarfjallshnjúkur og Svínafellsfjall

 • Útivistar-
  gírinn

  Útivistargírinn

  Ókeypis göngur í nágrenni höfuðborgarinnar

  Komdu þér í Útivistargírinn fyrir sumarið með samheldnum hópi Útivistarfólks og nýrri tólf vikna dagskrá. Útivistargírinn leysir af hólmi Útivistarræktina sem starfrækt hefur verið í um 20 ár.

  Dagskráin hefst 4. apríl og stendur til 20. júní. Hópurinn hittist vikulega á miðvikudögum klukkan 18:00 og gengur spennandi gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Göngurnar henta flestum sem geta hreyft sig með góðu móti og eru nýliðar í útivist . Einnig er vant fólk hvatt til þess að taka þátt. Í þessum kvöldgöngum verður lögð áhersla á vinalegt andrúmsloft og kynningu á grunnatriðum í útivist og gönguferðum. Fjölbreytt starfsemi Útivistar, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, verður einnig kynnt þátttakendum.

  Flestar göngurnar taka 2 – 4 klukkustundir. Þátttakendur sameinast í bíla og deila eldsneytiskostnaði.

  Kynningarfundur verður haldinn kl. 20:00 þann 28. mars.

  Þátttaka í göngunum er félagsmönnum Útivistar að kostnaðarlausu en skrá þarf þátttöku. Áhugasömum er bent á upplýsingar um skráningu á heimasíðu Útivistar. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og tekur röð þeirra mið af veðri og færð hverju sinni. Auglýst verður á vef Útivistar, á Facebook síðu félagsins og á póstlista hvert verður farið hverju sinni.

  Fjórir fararstjórar, Hrönn Baldursdóttir, Guðrún Svava Viðarsdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir og Guðmundur Örn Sverrisson leiða þátttakendur Útivistargírsins. Óhætt er að segja að fararstjórahópurinn sé fjölbreyttur en samhentur og hlakkar til að taka vel á móti öllum þeim sem vilja komast í Útivistargírinn.

  Fylgstu með og skráðu þig á Facebook síðu Útivistargírsins.