Skáli byggður í Básum

Allt frá stofnun Útivistar 23. mars 1975, var það hugsjón félagsmanna að byggja skála í óbyggðum með gistiaðstöðu fyrir félagana, og aðra er leggja land undir fót til að njóta ósnortinnar náttúru öræfanna.  Hugað var að ýmsum stöðum en fljótlega staðnæmst við Þórsmörk, eða nærliggjandi svæði.  Kom þar margt til.  Þórsmörk hefur hlotið sess í hugum okkar flestra, sem einn fegursti, friðsælasti og stórbrotnasti staður landsins.  Þangað er tiltölulega auðvelt að komast á öllum árstímum.  Fjarlægðin er ekki meiri en svo, frá höfuðborgarsvæðinu, að aka má þangað auðveld-lega á einu síðdegi.  Fjölbreytni er þar mikil í landslagi, svo að allir geta fundið þar gönguleiðir við sitt hæfi.

Fyrsta sumarið sem Útivist starfaði höfðum við aðsetur við Strákagil.  Næsta sumar, 1976, fluttum við okkur um set, og höfðum aðsetur í Stóraenda.  Þar vorum við fjögur sumur.  Á báðum stöðum eru vatnsból ótrygg svo ekki þótti ráðlegt að byggja þar skála.

Vorið 1980 hófum við viðræður við Sigurð Blöndal skógræktarstjóra um annan stað á Þórsmerkursvæðinu, fyrir skálabyggingu.  Þeim viðræðum lauk þannig að félagið fékk leyfi til að byggja skála undir Bólfelli á Goðalandi, á einum fegursta stað sem til er á Þórsmerkursvæðinu.

Þegar leyfi opinberra aðila fyrir skálabyggingu var fengið, tók Ólafur Sigurðsson, arkitekt, að sér að teikna skálann.  En til þess að byggingin félli sem best að lands-laginu fór Ólafur á vettvang og kynnti sér staðhætti.
Ólafur er þekktur arkitekt og fagurkeri, og það er samdóma álit allra sem séð hafa, að vel hafi til tekist, og að skálinn sómi sér á þeim fagra og yndislega stað sem hann stendur á.  Grunnur skálans var grafinn helgina 4. – 6. júlí, en næstu helgi á eftir, 11. – 13. júlí voru undirstöður og sökklar steyptir.  Helgina 18. – 20. júlí var hafist handa við tréverkið, og síðan var unnið að byggingunni flestar helgar sumarsins og fram á haust.  Slegið var upp fyrir reykháfnum og hann steyptur, helgarnar 3. – 5. október og 10. – 12. október.  Húsið var þá fullbúið að utan með járni á þaki, þakrennum, niður-föllum og tvöföldu gleri í öllum gluggum.  Hér var vel að verki staðið og unnið af miklum dugnaði og gleði.  Samtals var unnið að skálabyggingunni í þrettán helgar.

Mest af burðarviðum skálans er úr gömlu timburhúsi, sem stóð við Grettisgötu í Reykjavík.  Eiríkur Eiríksson, trésmíðameistari, aðstoðaði við uppsetningu þeirra, en hann og sonur hans , Eiríkur, höfðu rifið húsið.
Yfirsmiður við skálabygginguna er Hallgrímur Benediktsson húsasmíðameistari.

Formaður Útivistar, Þór Jóhannsson, húsgagnabólstrari, hefur verið byggingarstjóri frá byrjun.
Skálinn er um áttatíu fermetrar að flatarmáli, með háu porti og stórum kvisti á rishæð-inni.  Þannig nýtist svefnloftið uppi mjög vel.  Reykháfur er steyptur, en mikill burðarás gengur um skálann endilangan og hvíla loftbitarnir á honum.  Að utan er skálinn súðbyrtur – standandi rennisúð.

Öll vinna við skálabygginguna hefur verið innt af höndum sem sjálfboðastarf, en félagið kostaði ferðir og fæði.  Það má segja, að allar þær helgar sem unnið var hafi verið veislumatur á borðum.

Útivist á lítið hús, sem stendur á stálgrind.  Það var flutt inneftir og notað fyrir vinnu-skúr og mötuneyti og einnig sem svefnskáli yfirmanna á staðnum.  Þar voru einnig haldnar kvöldvökur þegar vinnu var lokið á laugardögum.
Félagskonur önnuðust matseld af mikilli snilld.  Oftast voru tvær eða þrjár ráðskonur sem töfruðu fram gómsæta rétti, um miðjan dag og á kvöldin, en kaffi var drukkið þar á milli með smurðu brauði og öðru meðlæti.  En á morgnana vakti Hallgrímur Benediktsson, yfirsmiður, mannskapinn með nýsoðnum hafragraut, eggjum, súrum hrútspungum og slátri.
Það var mál manna að maturinn væri mikill og góður, enda varð svo að vera, því mikið var unnið, og ekki skeytt um vinnutíma ef ljúka þurfti einhverju ákveðnu verki.  Konur og karlar gengu jafnt í hvaða verk sem var og var samstarfið og félagsandinn til fyrirmyndar.

Félagið á þessu fólki sem þarna vann mikið upp að unna, enda reis skálinn á ótrúlega stuttum tíma.
Við eigum margar góðar minningar frá sumrinu, tengdar skálabyggingunni.  En enn þarf að leggja hönd að verki, því skálinn verður að vera fullbúinn sem fyrst í vor.

Þess má að lokum geta að við höfum nú fengið lóðarsamning fyrir skálann, staðfestan af Sigurði Blöndal skógræktarstjóra og Pálma Jónssyni landbúnaðarráðherra.

                                                                 Með félagskveðju,
                                                                 Jón I. Bjarnason. • Dags-
  ferðir

  Dagsferðir

  Almennar dagsferðir hafa allt frá stofnun félagsins verið einn af hornsteinunum í starfsemi Útivistar. Dagsferðir geta fallið niður ef þátttaka er ekki nægjanleg, en núna bjóðum við þátttakendum að skrá sig fyrirfram fyrir kl. 15 á föstudögum og fá þá góðan afslátt af þátttökugjaldi. Engu að síður er hægt að mæta að morgni ferðadags á BSÍ, en þá er alltaf hætta á að ferðin hafi verið felld niður vegna ónógrar þátttöku. 

  Næstu ferðir

 • Helgar-
  ferðir

  Helgarferðir

  Helgarferðir eru eins og nafnið gefur til kynna ferðir sem taka heila helgi. Göngur yfir Fimmvörðuháls eru klassískar helgarferðir en einnig hafa margar aðrar ferðir hjá Útivist fest sig svo rækilega í sessi að þær eru fastur liður á ferðaáætluninni. 

  Næstu ferðir

  24. nóvember 2017 - 26. nóvember 2017

  Aðventuferð

  29. desember 2017 - 1. janúar 2018

  Áramótaferð

 • Lengri ferðir

  Lengri ferðir

  Lengri ferðir eru göngur þar sem gengið er í þrjá daga eða meira. Í þessari dagskrá má finna bæði þekktar gönguleiðir eins og Strútsstíg og Sveinstind-Skælinga, en einnig eru þarna nokkrar spennandi nýjungar. 

  Næstu ferðir

 • Mynda-
  kvöld

  Myndakvöld

  Kaffi- og myndanefnd voru settar á stofn fljótlega eftir stofnun Útivistar. Markmið þeirra er að halda myndakvöld þar sem félagsmenn koma saman til að skoða myndir og hlýða á ferðasögur frá ferðum sem Útivist hefur staðið fyrir. Auk þess eru kynntar ferðir á nýjum slóðum. Oft eru fengnir utanaðkomandi aðilar til að kynna áhugaverð svæði.

  Glæsilegar kaffiveitingar eru eitt aðalsmerki myndakvöldanna. Félagslegi þátturinn er stór. Útivistarfélagar hittast, rifja upp góðar stundir og gæða sér á kræsingum af kökuhlaðborðinu.

  Myndakvöld eru haldin fimm sinnum yfir vetrarmánuðina og njóta mikilla vinsælda. Allur ágóði af myndakvöldunum er nýttur til að efla félagið. Lengst af var hann settur í uppbyggingu aðstöðu félagsins í Básum á Goðalandi. Nú síðustu ár hefur ágóðanum verið varið í kaup og uppsetningu útsýnisskífu á Réttarfelli og glæsileg fræðsluskilti í Básum.

  Öll herlegheitin kosta aðeins 1.500 kr. Gestir eru vinsamlegast beðnir að hafa handbært reiðufé því ekki er hægt að taka við greiðslukortum.

  Næstu ferðir

 • Hjóla-
  ferðir

  Hjólaferðir

  Hjólaræktin hefur starfað í allnokkur ár, en sífellt fleiri uppgötva hvað reiðhjólið er frábært til ferðalaga. Fastir liðir eru hjólatúrar á höfuðborgarsvæðinu á laugardögum yfir vetrartímann en þegar kemur fram á sumar er stefnan gjarnan tekin á lengri túra.  

  Næstu ferðir

 • Skíða-
  ferðir

  Skíðaferðir

  Skíðaferðir eru í boði fram að vori og leitum við þangað sem vænta má góðra snjóalaga. Þær er að finna í dagskrá dagsferða og helgarferða, en einnig bendum við á að alltaf er möguleiki á að skíðaferðir séu settar á dagskrá með skömmum fyrirvara og því er um að gera að fylgjast vel með hér á heimasíðu Útivistar.

  Næstu ferðir

 • Jeppa-
  ferðir

  Jeppaferðir

  Í jeppaferðum koma þátttakendur á eigin jeppum. Ferðast er í hóp undir leiðsögn fararstjóra sem hefur góða reynslu af þessari tegund ferðamennsku. Bæði er um að ræða vetrarferðir þar sem gerðar eru tilteknar kröfur um búnað jeppanna, svo og sumar- og haustferðir sem henta lítið breyttum eða óbreyttum jeppum. 

 • Fjalla-
  refir

  Fjallarefir

  Fjallarefir fögnuðu fimm ára gönguafmæli á síðasta ári og enn á ný skal haldið á vit íslenskrar náttúru í góðum félagsskap. Á námskeiðum Fjallarefa er gönguþrek markvisst byggt upp og þátttakendur kynnast fjölbreyttum gönguleiðum.

  Námskeið Fjallarefa er ætlað þeim sem áður hafa tekið þátt í námskeiðum og/eða eru í ágætis gönguformi. Námskeiðið felur í sér þrekgöngutíma, dagsferðir og helgarferð. Samhliða göngunum verður fræðsla þar sem þátttakendur safna í sarpinn hagnýtum upplýsingum sem tengjast útivist, til dæmis varðandi klæðnað, næringu, útbúnað og leiðarval. 

  Þrekgöngutímar eru á þriðjudögum og dagsferðir á laugardögum. Þátttakendur koma á eigin bílum á upphafsstað göngu en geta sameinast í bíla eftir hentugleikum. Til að taka þátt í haustnámskeiði Fjallarefa þarf að gerast félagsmaður í Útivist.

  Hámarksfjöldi: 40 manns.
  Námskeiðsverð: 18.000 kr.

  Næstu ferðir

 • Útivistar-
  gírinn

  Útivistargírinn

  Ókeypis göngur í nágrenni höfuðborgarinnar

  Komdu þér í Útivistargírinn fyrir sumarið með samheldnum hópi Útivistarfólks og nýrri tólf vikna dagskrá. Útivistargírinn leysir af hólmi Útivistarræktina sem starfrækt hefur verið í um 20 ár.

  Dagskráin hefst 5. apríl og stendur til 21. júní. Hópurinn hittist vikulega á miðvikudögum klukkan 18:00 við Toppstöðina í Elliðaárdal og gengur spennandi gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Göngurnar henta flestum sem geta hreyft sig með góðu móti og eru nýliðar í útivist . Einnig er vant fólk hvatt til þess að taka þátt. Í þessum kvöldgöngum verður lögð áhersla á vinalegt andrúmsloft og kynningu á grunnatriðum í útivist og gönguferðum. Fjölbreytt starfsemi Útivistar, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, verður einnig kynnt þátttakendum.

  Flestar göngurnar taka 2 – 4 klukkustundir. Þátttakendur sameinast í bíla og deila eldsneytiskostnaði.

  Kynningarfundur verður haldinn kl. 20:00 þann 29. mars - smelltu hér til að skrá þig.

  Þátttaka í göngunum er félagsmönnum Útivistar að kostnaðarlausu en skrá þarf þátttöku. Áhugasömum er bent á upplýsingar um skráningu á heimasíðu Útivistar. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og tekur röð þeirra mið af veðri og færð hverju sinni. Auglýst verður á vef Útivistar, á Facebook síðu félagsins og á póstlista hvert verður farið hverju sinni.

  Fimm fararstjórar, Hrönn Baldursdóttir, Kristey Briet Gísladóttir, Hrefna Jensdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir og Guðmundur Örn Sverrisson leiða þátttakendur Útivistargírsins. Óhætt er að segja að fararstjórahópurinn sé fjölbreyttur en samhentur og hlakkar til að taka vel á móti öllum þeim sem vilja komast í Útivistargírinn.

  Fylgstu með og skráðu þig á Facebook síðu Útivistargírsins.

   

  Næstu ferðir