Síðan fannst ekki

Við biðjumst velvirðingar. Síðan sem þú baðst um fannst ekki.

Ástæður þess gætu t.d. verið:

 • Slóðin er rangt stafsett
 • Síðan hefur verið færð til á vefnum
 • Síðan er ekki lengur til

 


Veftré

Þú getur séð yfirlit yfir þær síður sem eru á vefnum með því að skoða veftréð.


Hafa samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða ábendingar getur þú haft samband hérna.


Annað

Þú getur líka farið eitt skref til baka á síðuna sem þú varst á. Eða farið á forsíðu vefsins. • Dags-
  ferðir

  Dagsferðir

  Almennar dagsferðir hafa allt frá stofnun félagsins verið einn af hornsteinunum í starfsemi Útivistar. Dagsferðir geta fallið niður ef þátttaka er ekki nægjanleg, en núna bjóðum við þátttakendum að skrá sig fyrirfram fyrir kl. 15 á föstudögum og fá þá góðan afslátt af þátttökugjaldi. Engu að síður er hægt að mæta að morgni ferðadags á BSÍ, en þá er alltaf hætta á að ferðin hafi verið felld niður vegna ónógrar þátttöku. 

  Næstu ferðir

 • Helgar-
  ferðir

  Helgarferðir

  Helgarferðir eru eins og nafnið gefur til kynna ferðir sem taka heila helgi. Göngur yfir Fimmvörðuháls eru klassískar helgarferðir en einnig hafa margar aðrar ferðir hjá Útivist fest sig svo rækilega í sessi að þær eru fastur liður á ferðaáætluninni. 

  Næstu ferðir

  30. desember 2015 - 2. janúar 2016

  Áramótaferð

 • Lengri ferðir

  Lengri ferðir

  Lengri ferðir eru göngur þar sem gengið er í þrjá daga eða meira. Í þessari dagskrá má finna bæði þekktar gönguleiðir eins og Strútsstíg og Sveinstind-Skælinga, en einnig eru þarna nokkrar spennandi nýjungar. 

  Næstu ferðir

 • Kvenna-
  ferðir

  Kvennaferðir

  Kvennahópur á vegum Útivistar

  Undangengin 8 ár hafa farastjórarnir Jóhanna Benediktsdóttir og Kristjana Kristjánsdóttir staðið fyrir kvennaferð á sumri hverju á vegum Útivistar. Hafa þetta verið 3. til 5. daga göngur. Árið 2015 er engin undantekning og nú er haldið í Strútsskála og gist þar í tjöldum í 4 nætur og gengið um nágrenni skálans. Ferðin endar í afmælisfagnaði Útivistar.

  Myndir úr ferðum kvennahópsins

  Næstu ferðir

 • Skíða-
  ferðir

  Skíðaferðir

  Skíðaferðir eru í boði fram að vori og leitum við þangað sem vænta má góðra snjóalaga. Þær er að finna í dagskrá dagsferða og helgarferða, en einnig bendum við á að alltaf er möguleiki á að skíðaferðir séu settar á dagskrá með skömmum fyrirvara og því er um að gera að fylgjast vel með hér á heimasíðu Útivistar.

  Næstu ferðir

 • Jeppa-
  ferðir

  Jeppaferðir

  Í jeppaferðum koma þátttakendur á eigin jeppum. Ferðast er í hóp undir leiðsögn fararstjóra sem hefur góða reynslu af þessari tegund ferðamennsku. Bæði er um að ræða vetrarferðir þar sem gerðar eru tilteknar kröfur um búnað jeppanna, svo og sumar- og haustferðir sem henta lítið breyttum eða óbreyttum jeppum. 

  Næstu ferðir

 • Fjalla-
  refir

  Fjallarefir

  Hefur þig lengi langað í útivist og ekki látið verða af því eða viltu endurnýja kynni þín  við íslenska náttúru?  Góð göngudagskrá, þrekþjálfun og námskeið í fjallamennsku - allt í einum pakka.  Er það ekki einmitt það sem þú þarft á að halda á nýju ári? Þá er upplagt að gerast Fjallarefur og taka þátt í skemmtilegu göngu- og útvistarnámskeiði.

  Markmið námskeiðanna er:
  •    Að byggja markvisst upp gönguþrek og úthald.
  •    Að fræða um hagnýta hluti sem tengjast göngu- og fjallaferðum.
  •    Að kynna fjölbreyttar gönguleiðir innan og utan höfuðborgarsvæðisins.
  •    Að þátttakendur upplifi íslenska náttúru í skemmtilegum félagsskap.

  Öll námskeið Fjallarefa innifela þrekgöngutíma, lengri göngu- og fjallaferðir og helgarferð. Samhliða göngunum verður fræðsla þar sem þátttakendur safna í sarpinn hagnýtum upplýsingum sem tengjast útivist, til dæmis varðandi klæðnað, næringu og útbúnað.
  Þrekgöngutímar eru á þriðjudögum en gönguferðir tvo laugardaga í mánuði.  Fyrra námskeiðið stendur frá janúar og fram í maí og það seinna frá september til nóvemberloka.

  Vornámskeið: grunn- og framhaldsnámskeið Fjallarefa
  Á grunnnámskeiði er farið yfir undirstöðuatriði útivistar. Erfiðleikastig þrektíma og gönguferða eykst eftir því sem líður á námskeiðið.  
  Framhaldsnámskeiðið er ætlað þeim sem áður hafa tekið þátt í námskeiðum Fjallarefa eða eru í góðu almennu gönguformi.
  Námskeiðin fara fram á sama tíma og auðvelt er að færa sig á milli námskeiða, allt eftir óskum þátttakenda.
  Haustnámskeið: framhaldsnámskeið Fjallarefa
  Framhaldsnámskeið er ætlað þeim sem tóku þátt í vornámskeiðinu eða eru í góðu almennu gönguformi eftir sumarið.

  Fararstjórar eru Linda Udengård, Andri Lefever, Baldur Þorsteinsson, Björk Guðbrandsdóttir, Ása Ögmundsdóttir, Sverrir Andrésson og Vala Friðriksdóttir

  Næstu ferðir

  28. nóvember 2015

  Óvissuferð

 • Everest

  Everest

  Dagskrá Everest-hóps Útivistar er sniðin að vönu göngufólki sem vill takast á við snarpa áreynslu á ögrandi fjöllum. Á árinu 2016 eru þrjár helgarferðir á dagskránni, í júní, ágúst og september. 

  Fararstjórar áskilja sér rétt til að breyta því leiðarvali á fjöllin sem lýst er hér á eftir, í samræmi við aðstæður hverju sinni. Göngur eru alltaf á laugardögum en þó gæti gerst að ganga yrði færð yfir á sunnudag ef veður er mjög slæmt á laugardag en spáð að það verði afgerandi betra á sunnudag. Sé veðurspá fyrir báða dagana slæm er hugsanlegt að göngu yrði frestað til næsta laugardags.

  Farið er á einkabílum í ferðirnar. Þátttakendur safnast saman á skrifstofu Útivistar, þar er sameinast í bíla og farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði. Nokkrum dögum fyrir ferð senda fararstjórar út upp-lýsingar um hana og þátttakendur skrá sig í ferðina á vefsíðu Útivistar. Einnig eru upplýsingar settar inn á facebook-síðu hópsins og þar geta þátttakendur í hópnum haft samskipti sín á milli, auk þess sem þar eru settar inn myndir úr ferðum hópsins.

  Skráningargjald í hópinn er 25.000 kr. og síðan greiða þátttakendur mjög hóflegt gjald fyrir hverja ferð, það er 3.800 kr. fyrir dagsferðir og 7.000 kr. fyrir helgarferðir. Innifalið í skráningargjaldi eru kvöldgöngur á miðvikudögum í nágrenni borgarinnar tímabilið janúar-mars, alls 12 göngur. Þá er lagt af stað frá upphafsstað göngu kl. 18 og gengið í 1,5-2 klst.

  Fararstjórar eru Stefán Þ. Birgisson, Unnur Jónsdóttir og Snorri Guðjóns-son. Þau hafa öll mikla reynslu af fjallamennsku, ekki síst erfiðum fjall- og jöklagöngum, og hafa tekið ýmis námskeið varðandi öryggismál og ferðamennsku á fjöllum og jöklum. Project Manager er Kristíana Baldursdóttir.

  Næstu ferðir

  12. desember 2015

  Jólaferð

  1. janúar 2016 - 31. desember 2016

  Everest 2016

  16. janúar 2016

  Kringum Kleifarvatn

 • Útivistar-
  ræktin

  Útivistarræktin

  Ókeypis göngur í nágrenni höfuðborgarinnar

  Útivistarræktin hefur verið við lýði um árabil og hefur mælst mjög vel fyrir. Gengið er tvisvar í viku og er þátttaka mjög góð. Með því að taka þátt í Útivistarræktinni fæst góð líkamsrækt og um leið hentugur undirbúningur fyrir krefjandi ferðir. Þá spillir ekki fyrir að þátttaka í Útivistarræktinni kostar ekkert og allir eru velkomnir.

  Á mánudögum er gengið um Elliðaárdalinn. Lagt er af stað kl. 18:00 frá Toppstöðinni (stóra brúna húsinu í Elliðaárdalnum, ekið frá Ártúnsbrekku, sjá kort).

  Á miðvikudögum er einnig gengið um Elliðaárdalinn, brottför frá sama stað og á mánudögum en nú kl. 18:00. Í miðvikudagsgöngunni er hins vegar farið hægar yfir.

  Frá og með 18. febrúar til 12. september breytast miðvikudagsgöngurnar með þeim hætti að þá er farið í göngur í nágrenni borgarinnar, en sameinast í bíla við Toppstöðina nema annað sé tekið fram í ferðalýsingu. Fararstjóri frá Útivist hefur umsjón með göngunni og velur leið hverju sinni. Sama gildir um þessar göngur og aðrar göngur Útivistarræktarinnar að þátttaka kostar ekkert, að öðru leyti en því að farþegar í bílum taka þátt í eldsneytiskostnaði með framlagi til ökumanns.

  Næstu ferðir