Frábær ferð frá upphafi til enda

11. júlí 2012
Rögnurnar á Sveinstindi
Vinkonurnar Ragna Þórhallsdóttir og Ragna Briem fóru sumarið 2011 í fjögurra daga sumarleyfisferð Útivistar um gönguleiðina Sveinstind - Skælingar. Að þeirra sögn var ferðin frábær frá upphafi til enda þar sem gengið var eftir stórkostlegri gönguleið sem liggur niður með Skaftá um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar.

„Við fórum að tala saman um að hvorug okkar hefði gengið þessa leið þrátt fyrir að hafa báðum langað í ferðina. Því ákváðum við að fara saman tvær vinkonurnar og sáum svo sannarlega ekki eftir því,“ segir Ragna Þórhallsdóttir, aðspurð um hvernig það kom til að þær fóru í ferðina.

„Við byrjuðum að ganga á Sveinstind, en þar er ægifagurt útsýni, eitt það fegursta á landinu og í heiminum held ég, sagði Ragna Briem.

Fararstjórinn í ferðinni var Hörður Hilmarsson og segja þær hann hafa staðið sig með prýði. 

„Daginn eftir þurftum við að vaða nokkuð djúpa á og fara upp brattar skriður til að komast hjá að vaða leirugan og ljótan ál úr Skaftá. Það var nokkuð óvænt og úr leið en Skaftáin hafði færst til og við það breyttist leiðin. En fararstjórinn stýrði þessu prýðilega og allt gekk vel bætir Ragna Briem við. Síðan gengum við um Hvanngil og Uxatinda og á þriðja degi upp Gjátind og meðfram börmum Eldgjár og að hinum magnaða Ófærufossi. Við fengum gott veður nánast alla leiðina, nema að það rigndi og svo var þoka hluta úr degi á öðrum degi, sem gerði ferðina bara ennþá eftirminnilegri,“ segir Ragna Briem.

godir_ferdafelagar_a_gjadtindi.jpg

Þær segja sjö göngugarpa hafa verið í ferðinni og þar á meðal var maður frá Oregon í Bandaríkjunum. „Hann hafði aldrei upplifað svona fallega og óspillta náttúru og víðerni,“ segja þær nánast í kór.

„Það sem stóð upp úr á þessu svæði, og ég er nú búin að ganga mikið, voru litbrigði jarðarinnar, þessi sterku litir á mosanum og andstæðurnar við fjöllin. Þetta heillaði mig alveg ótrúlega og var mjög ólíkt því sem ég hef séð á stöðum eins og Hornströndum eða á Tröllaskaga. Þetta var eitthvað allt annað. Svo fengum við bónus á heimleiðinni þegar við fórum Fjallabak. Veðrið var svo ótrúlega gott,“ bætir Ragna Þórhallsdóttir við.

litbrigdi_jardar.jpg

„Á kvöldin voru síðan sagðar sögur og spjallað og kastað fram vísum og farið í kvöldgöngur. Hún Ragna Briem vinkona mín er ansi dugleg að kasta fram vísum og hér er ein sem hún fór með í ferðinni:

Skaftáin er skelfileg. 
Skal ei hana vaða. 
Upp á Gjátind ætla ég 
á ógnarmiklum hraða.

Það gerðist hér uppi við Gjátind 
sem gjarnan má flokk‘ undir smásynd 
að þar kom einn svanni 
með sínum manni 
og leysti úr læðingi smávind.


„Við vorum ánægðar með skipulagninguna á ferðinni. Fólk hristist vel saman í svona hóp og þetta var orðinn mjög samstilltur hópur í lokin„ segir Ragna Briem.


Höfðuð þið stundað fjallgöngur áður en þið fóruð að ganga með Útivist?

„Já, við erum báðar með mikla reynslu af fjallaferðum og eigum satt að segja fáa staði eftir. Við erum búnar að stunda fjallgöngur í áratugi og ætlum að halda áfram í sumar með því að fara m.a. frá Hólaskjóli og ganga Strútsstíginn, en sú gönguleið er framhald af leiðinni frá því síðasta sumar,“ segir Ragna Þórhallsdóttir.

Aðspurðar um hvernig þær halda sér í gönguformi á veturna segjast þær vera duglegar að ganga og synda. „Ég geng einu sinni í viku á eitthvað fjall og svo syndum við á hverjum morgni. Síðast gekk ég á þriðjudaginn á Úlfarsfellið og þar á undan á Esjuna og Vífilsfellið,“ segir Ragna Þórhallsdóttir.


Ætlið þið í aðrar gönguferðir í sumar?

„Já það er í bígerð hjá mér að fara í Svarfaðardalinn, í góða ferð þar, og það er með gönguhóp sem ég hef tilheyrt í um 20 ár. Sá hópur gengur stundum með Útivist en í þetta sinn ætlum við að ganga á eigin vegum.“

langisjor.jpgGreinar og ferðasögur

 • Dags-
  ferðir

  Dagsferðir

  Almennar dagsferðir hafa allt frá stofnun félagsins verið einn af hornsteinunum í starfsemi Útivistar. Dagsferðir geta fallið niður ef þátttaka er ekki nægjanleg, en núna bjóðum við þátttakendum að skrá sig fyrirfram fyrir kl. 15 á föstudögum og fá þá góðan afslátt af þátttökugjaldi. Engu að síður er hægt að mæta að morgni ferðadags á BSÍ, en þá er alltaf hætta á að ferðin hafi verið felld niður vegna ónógrar þátttöku. 

  Næstu ferðir

 • Helgar-
  ferðir

  Helgarferðir

  Helgarferðir eru eins og nafnið gefur til kynna ferðir sem taka heila helgi. Göngur yfir Fimmvörðuháls eru klassískar helgarferðir en einnig hafa margar aðrar ferðir hjá Útivist fest sig svo rækilega í sessi að þær eru fastur liður á ferðaáætluninni. 

  Næstu ferðir

  24. nóvember 2017 - 26. nóvember 2017

  Aðventuferð

  29. desember 2017 - 1. janúar 2018

  Áramótaferð

 • Lengri ferðir

  Lengri ferðir

  Lengri ferðir eru göngur þar sem gengið er í þrjá daga eða meira. Í þessari dagskrá má finna bæði þekktar gönguleiðir eins og Strútsstíg og Sveinstind-Skælinga, en einnig eru þarna nokkrar spennandi nýjungar. 

  Næstu ferðir

 • Mynda-
  kvöld

  Myndakvöld

  Kaffi- og myndanefnd voru settar á stofn fljótlega eftir stofnun Útivistar. Markmið þeirra er að halda myndakvöld þar sem félagsmenn koma saman til að skoða myndir og hlýða á ferðasögur frá ferðum sem Útivist hefur staðið fyrir. Auk þess eru kynntar ferðir á nýjum slóðum. Oft eru fengnir utanaðkomandi aðilar til að kynna áhugaverð svæði.

  Glæsilegar kaffiveitingar eru eitt aðalsmerki myndakvöldanna. Félagslegi þátturinn er stór. Útivistarfélagar hittast, rifja upp góðar stundir og gæða sér á kræsingum af kökuhlaðborðinu.

  Myndakvöld eru haldin fimm sinnum yfir vetrarmánuðina og njóta mikilla vinsælda. Allur ágóði af myndakvöldunum er nýttur til að efla félagið. Lengst af var hann settur í uppbyggingu aðstöðu félagsins í Básum á Goðalandi. Nú síðustu ár hefur ágóðanum verið varið í kaup og uppsetningu útsýnisskífu á Réttarfelli og glæsileg fræðsluskilti í Básum.

  Öll herlegheitin kosta aðeins 1.500 kr. Gestir eru vinsamlegast beðnir að hafa handbært reiðufé því ekki er hægt að taka við greiðslukortum.

  Næstu ferðir

 • Hjóla-
  ferðir

  Hjólaferðir

  Hjólaræktin hefur starfað í allnokkur ár, en sífellt fleiri uppgötva hvað reiðhjólið er frábært til ferðalaga. Fastir liðir eru hjólatúrar á höfuðborgarsvæðinu á laugardögum yfir vetrartímann en þegar kemur fram á sumar er stefnan gjarnan tekin á lengri túra.  

  Næstu ferðir

 • Skíða-
  ferðir

  Skíðaferðir

  Skíðaferðir eru í boði fram að vori og leitum við þangað sem vænta má góðra snjóalaga. Þær er að finna í dagskrá dagsferða og helgarferða, en einnig bendum við á að alltaf er möguleiki á að skíðaferðir séu settar á dagskrá með skömmum fyrirvara og því er um að gera að fylgjast vel með hér á heimasíðu Útivistar.

  Næstu ferðir

 • Jeppa-
  ferðir

  Jeppaferðir

  Í jeppaferðum koma þátttakendur á eigin jeppum. Ferðast er í hóp undir leiðsögn fararstjóra sem hefur góða reynslu af þessari tegund ferðamennsku. Bæði er um að ræða vetrarferðir þar sem gerðar eru tilteknar kröfur um búnað jeppanna, svo og sumar- og haustferðir sem henta lítið breyttum eða óbreyttum jeppum. 

 • Fjalla-
  refir

  Fjallarefir

  Fjallarefir fögnuðu fimm ára gönguafmæli á síðasta ári og enn á ný skal haldið á vit íslenskrar náttúru í góðum félagsskap. Á námskeiðum Fjallarefa er gönguþrek markvisst byggt upp og þátttakendur kynnast fjölbreyttum gönguleiðum.

  Námskeið Fjallarefa er ætlað þeim sem áður hafa tekið þátt í námskeiðum og/eða eru í ágætis gönguformi. Námskeiðið felur í sér þrekgöngutíma, dagsferðir og helgarferð. Samhliða göngunum verður fræðsla þar sem þátttakendur safna í sarpinn hagnýtum upplýsingum sem tengjast útivist, til dæmis varðandi klæðnað, næringu, útbúnað og leiðarval. 

  Þrekgöngutímar eru á þriðjudögum og dagsferðir á laugardögum. Þátttakendur koma á eigin bílum á upphafsstað göngu en geta sameinast í bíla eftir hentugleikum. Til að taka þátt í haustnámskeiði Fjallarefa þarf að gerast félagsmaður í Útivist.

  Hámarksfjöldi: 40 manns.
  Námskeiðsverð: 18.000 kr.

  Næstu ferðir

 • Útivistar-
  gírinn

  Útivistargírinn

  Ókeypis göngur í nágrenni höfuðborgarinnar

  Komdu þér í Útivistargírinn fyrir sumarið með samheldnum hópi Útivistarfólks og nýrri tólf vikna dagskrá. Útivistargírinn leysir af hólmi Útivistarræktina sem starfrækt hefur verið í um 20 ár.

  Dagskráin hefst 5. apríl og stendur til 21. júní. Hópurinn hittist vikulega á miðvikudögum klukkan 18:00 við Toppstöðina í Elliðaárdal og gengur spennandi gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Göngurnar henta flestum sem geta hreyft sig með góðu móti og eru nýliðar í útivist . Einnig er vant fólk hvatt til þess að taka þátt. Í þessum kvöldgöngum verður lögð áhersla á vinalegt andrúmsloft og kynningu á grunnatriðum í útivist og gönguferðum. Fjölbreytt starfsemi Útivistar, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, verður einnig kynnt þátttakendum.

  Flestar göngurnar taka 2 – 4 klukkustundir. Þátttakendur sameinast í bíla og deila eldsneytiskostnaði.

  Kynningarfundur verður haldinn kl. 20:00 þann 29. mars - smelltu hér til að skrá þig.

  Þátttaka í göngunum er félagsmönnum Útivistar að kostnaðarlausu en skrá þarf þátttöku. Áhugasömum er bent á upplýsingar um skráningu á heimasíðu Útivistar. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og tekur röð þeirra mið af veðri og færð hverju sinni. Auglýst verður á vef Útivistar, á Facebook síðu félagsins og á póstlista hvert verður farið hverju sinni.

  Fimm fararstjórar, Hrönn Baldursdóttir, Kristey Briet Gísladóttir, Hrefna Jensdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir og Guðmundur Örn Sverrisson leiða þátttakendur Útivistargírsins. Óhætt er að segja að fararstjórahópurinn sé fjölbreyttur en samhentur og hlakkar til að taka vel á móti öllum þeim sem vilja komast í Útivistargírinn.

  Fylgstu með og skráðu þig á Facebook síðu Útivistargírsins.

   

  Næstu ferðir