Greinar og ferðasögur

16.12.2016

Fylgt úr hlaði

Grein úr Ferðaáætlun Útivistar 2017.

28.04.2016

Rannsókn á viðhorfum til miðhálendisins

Hér er óskað eftir þátttöku félagsmanna Ferðafélagsins Útivist í rannsókn á viðhorfum útivistarfólks til miðhálendis Íslands. Ath. frestur til að svara könnuninni hefur verið framlengdur til 10. maí. 

06.04.2016

Göngubrú á Markarfljót

Bygging göngubrúar á Markarfljót við Húsadal er samstarfsverkefni Vina Þórsmerkur og Vegagerðarinnar. Hönnun brúarinnar er nú lokið og framundan er vinna við að tryggja nægjanlegt fjármagn til að ljúka framkvæmdinni.

10.02.2016

Vitar

Útivist hefur valið að hafa vita sem ákveðið grunnþema í göngum í ár og ef til vill næstu ár líka.  Í tilefni af því hefur hér verið tekinn smá fróðleikur um vita. 

29.01.2016

Ályktun frá stjórn Ferðafélagins Útivistar

Náttúra landsins er sameign þjóðarinnar.
Frá upphafi byggðar á Íslandi hafa Íslendingar haft fullan og skilyrðislausan rétt til ferðalaga um landið. Forfeður okkar töldu mikilvægt að tryggja öllum almenningi rétt til farar um landið án hindrana af hálfu landeiganda. Þó svo margt hafi breyst á síðustu áratugum hvað varðar samgöngur um landið, er þessi réttur þó enn mikilvægur öllum landsmönnum.

11.12.2015

Drögum línu í sandinn

Náttúra landsins er orðin auðlind, hún skapar gjaldeyristekjur. Við í Útivist höfum lengi litið á náttúru landsins sem verðmæti, alveg óháð því hvort hún skaffi peninga í kassann. Náttúran, og þá ekki síst hálendi landsins, er það sem nærir huga okkar, veitir okkur ómælda gleði og hvíld frá brauðstriti hversdagsins. Út í náttúrunni hverfa vandamálin, stress og argaþras borgarlífsins verður órafjarri.

23.06.2015

Vísur úr Jónsmessuferð

Nokkrar skemmtilegar vísur voru ortar í Jónsmessuferð Útivistar.

16.01.2015

Náttúrupassi býr til nýja stétt landgreifa

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, heldur sig við sama heygarðshornið í baráttu sinni fyrir svokölluðum náttúrupassa. Þetta segir Þórarinn Eyfjörð í þessari grein um tillögu ráðherrans um náttúrupassa.

17.12.2014

Náttúrunni er ógnað

Þórarinn Eyfjörð formaður Útivistar fjallar hér um hugmyndir stjórnvalda sem ógna náttúrunni og samstöðu þjóðarinnar um þann sameiginlega þjóðarauð Íslendinga sem falinn er í náttúru landsins.

17.03.2014

Hvaða tuð er þetta um almannarétt!

Í umræðum síðustu daga og vikna um hugmynd atvinnumálaráðherra um svokallaðan náttúrupassa til fjármögnunar á umbótum á fjölförnum ferðamannastöðum hefur hugtakið almannaréttur örlítið skotið upp kollinum. 

12.02.2014

Að velja bestu leiðina

Stjórnvöld hafa boðað að fjármögnun á umbótum á vinsælum ferðamannastöðum verði með svokölluðum náttúrupassa.  Þórarinn Eyfjörð formaður Útivistar fjallar hér um málið.

16.06.2013

Snæfellsjökull þveraður

Á Miðþúfu

Það var hress nítján manna hópur sem lagði upp frá skrif-stofu Útivistar eldsnemma þann 15. júní í fylgd þriggja farar-stjóra. Hér var á ferð Everest-hópur Útivistar á leið í göngu þar sem Snæfelljökull skyldi þveraður.

24.03.2013

Hættur að láta eins og hálfviti

Hinn 85 ára gamli Jón Ármann Héðins-son lét sig ekki muna um það að ganga upp á fjallið Keili í dag. Jón er einn stofn-enda ferðafélagsins Útivistar og hefur að eigin sögn stundað fjallgöngur í um 35 ár. Hann segir þetta vera sína síðustu ferð. 

07.02.2013

Sunnudagsganga um Prestastíg

Nítján manns fóru í sunnudagsgöngu um Prestastíg á Reykjanesi sunnudaginn 3. febrúar. "Fín og hressandi ferð þó hún væri í blautari kantinum" sagði galvaskur göngumaður. 

10.01.2013

Áramótaferð í Bása 2012

Hópur Útivistarfólks hélt áramótin 2012-2013 í Básum og kvaddi þar gamla árið með flug-eldum og brennu

11.07.2012

Frábær ferð frá upphafi til enda

Rögnurnar á Sveinstindi

Tvær hressar konur fóru í 4 daga gönguferð Útivistar um Sveinstind-Skælinga sumarið 2011.

12.04.2012

Fjallhress göngumaður

Helgi og Jóna sleppa engu tækifæri til að komast á toppinn á góðu fjalli.

25.03.2012

Afmælisganga á Keili

Afmælisganga á Keili

Steinar Frímannsson fór í árlega afmælisgöngu Útivistar á Keili 25. mars 2012.

24.03.2012

Fór í fyrstu ferð Útivistar á Keili

Einn af stofnendum Útivistar segir frá fyrstu ferðinni á Keili
Greinar og ferðasögur

 • Lengri ferðir

  Lengri ferðir

  Lengri ferðir eru göngur þar sem gengið er í þrjá daga eða meira. Í þessari dagskrá má finna bæði þekktar gönguleiðir eins og Strútsstíg og Sveinstind-Skælinga, en einnig eru þarna nokkrar spennandi nýjungar. 

  Næstu ferðir

  28. júní 2017 - 2. júlí 2017

  Laugavegurinn

  29. júní 2017 - 2. júlí 2017

  Sveinstindur - Skælingar

  29. júní 2017 - 2. júlí 2017

  Strútsstígur

 • Mynda-
  kvöld

  Myndakvöld

  Kaffi- og myndanefnd voru settar á stofn fljótlega eftir stofnun Útivistar. Markmið þeirra er að halda myndakvöld þar sem félagsmenn koma saman til að skoða myndir og hlýða á ferðasögur frá ferðum sem Útivist hefur staðið fyrir. Auk þess eru kynntar ferðir á nýjum slóðum. Oft eru fengnir utanaðkomandi aðilar til að kynna áhugaverð svæði.

  Glæsilegar kaffiveitingar eru eitt aðalsmerki myndakvöldanna. Félagslegi þátturinn er stór. Útivistarfélagar hittast, rifja upp góðar stundir og gæða sér á kræsingum af kökuhlaðborðinu.

  Myndakvöld eru haldin fimm sinnum yfir vetrarmánuðina og njóta mikilla vinsælda. Allur ágóði af myndakvöldunum er nýttur til að efla félagið. Lengst af var hann settur í uppbyggingu aðstöðu félagsins í Básum á Goðalandi. Nú síðustu ár hefur ágóðanum verið varið í kaup og uppsetningu útsýnisskífu á Réttarfelli og glæsileg fræðsluskilti í Básum.

  Öll herlegheitin kosta aðeins 1.200 kr. Gestir eru vinsamlegast beðnir að hafa handbært reiðufé því ekki er hægt að taka við greiðslukortum.

  Næstu ferðir

  3. apríl 2017

  Myndakvöld 3. apríl

 • Skíða-
  ferðir

  Skíðaferðir

  Skíðaferðir eru í boði fram að vori og leitum við þangað sem vænta má góðra snjóalaga. Þær er að finna í dagskrá dagsferða og helgarferða, en einnig bendum við á að alltaf er möguleiki á að skíðaferðir séu settar á dagskrá með skömmum fyrirvara og því er um að gera að fylgjast vel með hér á heimasíðu Útivistar.

  Næstu ferðir

  8. apríl 2017 - 9. apríl 2017

  Landmannalaugar í samvinnu við jeppadeildina

 • Fjalla-
  refir

  Fjallarefir

  Fjallarefir fögnuðu fimm ára gönguafmæli á síðasta ári og enn á ný skal haldið á vit íslenskrar náttúru í góðum félagsskap. Á námskeiðum Fjallarefa er gönguþrek markvisst byggt upp og þátttakendur kynnast fjölbreyttum gönguleiðum.

  Námskeið Fjallarefa er ætlað þeim sem áður hafa tekið þátt í námskeiðum og/eða eru í ágætis gönguformi. Námskeiðið felur í sér þrekgöngutíma, dagsferðir og helgarferð. Samhliða göngunum verður fræðsla þar sem þátttakendur safna í sarpinn hagnýtum upplýsingum sem tengjast útivist, til dæmis varðandi klæðnað, næringu, útbúnað og leiðarval. Námskeiðið hefst í janúar og líkur í maí.

  Þrekgöngutímar eru á þriðjudögum og dagsferðir á laugardögum. Þátttakendur koma á eigin bílum á upphafsstað göngu en geta sameinast í bíla eftir hentugleikum. Sá háttur verður hafður á þessu fjallarefanámskeiði að þátttakendur leggja til ferðir í „hugmyndakrukkuna“ og við lok dagsferðar er dregið út leiðarval næstu laugardagsgöngu.

  Hámarksfjöldi: 40 manns.
  Námskeiðsverð: 30.000 kr.

  Næstu ferðir

 • Útivistar-
  gírinn

  Útivistargírinn

  Ókeypis göngur í nágrenni höfuðborgarinnar

  Komdu þér í Útivistargírinn fyrir sumarið með samheldnum hópi Útivistarfólks og nýrri tólf vikna dagskrá. Útivistargírinn leysir af hólmi Útivistarræktina sem starfrækt hefur verið í um 20 ár.

  Dagskráin hefst 5. apríl og stendur til 21. júní. Hópurinn hittist vikulega á miðvikudögum klukkan 18:00 við Toppstöðina í Elliðaárdal og gengur spennandi gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Göngurnar henta flestum sem geta hreyft sig með góðu móti og eru nýliðar í útivist . Einnig er vant fólk hvatt til þess að taka þátt. Í þessum kvöldgöngum verður lögð áhersla á vinalegt andrúmsloft og kynningu á grunnatriðum í útivist og gönguferðum. Fjölbreytt starfsemi Útivistar, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, verður einnig kynnt þátttakendum.

  Flestar göngurnar taka 2 – 4 klukkustundir. Þátttakendur sameinast í bíla og deila eldsneytiskostnaði.

  Kynningarfundur verður haldinn kl. 20:00 þann 29. mars - smelltu hér til að skrá þig.

  Þátttaka í göngunum er félagsmönnum Útivistar að kostnaðarlausu en skrá þarf þátttöku. Áhugasömum er bent á upplýsingar um skráningu á heimasíðu Útivistar. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og tekur röð þeirra mið af veðri og færð hverju sinni. Auglýst verður á vef Útivistar, á Facebook síðu félagsins og á póstlista hvert verður farið hverju sinni.

  Fimm fararstjórar, Hrönn Baldursdóttir, Kristey Briet Gísladóttir, Hrefna Jensdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir og Guðmundur Örn Sverrisson leiða þátttakendur Útivistargírsins. Óhætt er að segja að fararstjórahópurinn sé fjölbreyttur en samhentur og hlakkar til að taka vel á móti öllum þeim sem vilja komast í Útivistargírinn.

  Fylgstu með og skráðu þig á Facebook síðu Útivistargírsins.

   

  Næstu ferðir