Viðhald stíga í Þórsmörk og á Goðalandi

08. ágúst 2013

Undanfarnar vikur hefur fjöldi erlendra sjálfboðaliða starfað að stígaviðhaldi á Þórsmörk og Goðalandi. Nú þegar hafa hóparnir skilað rúmlega 100 vikna vinnu, eða tveimur ársverkum og lokið við yfirferð á nokkrum fjölförnustu köflum á Þórsmerkursvæðinu. Bæði er verið að lagfæra stígana sjálfa, en einnig að loka gömlum rofsárum í kring um stígana. Verkefnið er að hluta fjármagnað af styrkjum frá sjóðum og fyrirtækjum.

Sjá nánar.