Námskeið um Laugaveginn og Þórsmörk

10. apríl 2013

Laugardaginn 4. maí 2013 verður áhugavert námskeið/fyrirlestur hjá Endurmenntunarskóla Tækniskólans um Laugaveginn og Þórsmörk. Fyrirlesari er Jóhann Ísak Pétursson jarðfræðingur og kennari leiðsögumanna um langt árabil, en hann er Útivistarfélögum að góðu kunnur sem fararstjóri í jarðfræðiferðum félagsins. 

Jóhann Ísak mun fjalla á einfaldan hátt um helstu jarðmyndanir við vinsælustu gönguleiðir landsins frá Landmannalaugum að Skógum undir Eyjafjöllum. Rakin verður saga náttúruhamfara á svæðinu og áhrif þeirra á mótun landslagsins. Fjallað verður um ýmislegt forvitnilegt sem margir hafa séð en fáir velt fyrir sér og áttað sig á.

Tími: laugardaginn 4. maí  kl. 10:00–13:00.
Leiðbeinandi: Jóhann Ísak Pétursson jarðfræðingur og kennari leiðsögumanna um árabil.
Námskeiðsgjald:  4.900 kr.

Skráning og nánari upplýsingar:

http://www.tskoli.is/namskeid/umhverfi-og-utivist/laugavegurinn-og-thorsmork/