Horn í Horn: Frá Upptyppingum í Skagafjörð

Dags:

lau. 22. júl. 2017 - lau. 29. júl. 2017

Brottför:

auglýst síðar.

  • Skáli / tjald
Þessi viðburður er liðinn.

Ferðin hefst við Mývatn þaðan sem rúta keyrir hópinn að Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga en þar verður tjaldað fyrstu nóttina. Leiðin liggur yfir Vikursand, framhjá Vaðöldu, Holuhrauni og um Ódáðahraun. Gengið verður yfir Trölladyngju og því næst stefnt að brúnni yfir Skjálfandafljót. Gengið verður framhjá Fjórðungsöldu og að Laugafell þar sem slakað verður á í heitri lauginni. Þaðaðn er haldið í Austurdal og að lokum endað við Skatastaði. Öll leiðin er trússuð, gist í tjöldum en í skálum síðustu dagana.

Verð 73.500 kr.
Verð 66.000 kr.

Nr.

1707L13
  • Miðhálendi