Steinadalsheiði - Tröllatunguheiði - helgarferð

Dags:

lau. 12. ágú. 2017 - sun. 13. ágú. 2017

Brottför:

kl. 09:00.

  • Tjald
Þessi viðburður er liðinn.

Farið verður frá Skriðulandi inn á Steinadalsheiði sem liggur frá botni Gilsfjarðar yfir í Kollafjörð. Hjólað út með Kollafirði og inn með Steingrímsfirði að Hólmavík þar sem verður gist. Vegalengdin er um 65 km. Á sunnudeginum er haldið til baka um Tröllatunguheiði yfir að Króksfjarðarnesi og áfram að upphafsstað að Skriðulandi. Vegalengdin er um 50 km. Skráning á heimasíðu eða skrifstofu Útivistar. Hámarksfjöldi í þessa ferð er 14 manns og lágmarksaldur 16 ár. Skráningu lýkur 5 dögum fyrir brottför. Í þátttökugjaldi er innifalin fararstjórn og trúss. Þeir sem fá far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar.

Örfá pláss laus!

Fararstjórar Guðrún Hreinsdóttir og Jón Torfason.

Verð 15.500 kr.
Verð 8.000 kr.

Nr.

1708R01
  • Vesturland