Umhverfis Esju 3: Eilífsdalur - Grundarhverfi

Dags:

sun. 1. okt. 2017

Brottför:

frá BSÍ kl. 09:30.

Þessi viðburður er liðinn.

Haldið frá Eilífsdal með hlíðum Þórnýjartinds, Tindstaðahnúks, Dýjadalshnúks og Lág-Esjunnar. Sums staðar verður gengið eftir gömlum aflögðum vegum, yfir brú og eftir fjárgötum. Á leiðinni eru margir áhugaverðir staðir svo sem Kerlingagil sem er jarðfræðilega áhugavert. Farið verður um Þjófaskarð en spottakorn fyrir ofan það var bruggað á bannárunum. Þá verður farið um Tíðaskarð þar sem fyrst sást til fólks á leið í messu í Saurbæ á Kjarlanesi. Þaðan liggur leiðin fyrir Blikdal sem er lengsti dalur Esjunnar en þar var haft í seli fyrr á tíð. Gangan endar svo í Grundarhverfi. Vegalengd 18-20 km. Göngutími 7-8 klst.

Verð til félagsmanna kr. 4.000. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur gilt verð hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en við greiðslu félagsgjald er félagsmanni boðið í eina dagsferð.

Fararstjóri María Berglind Þráinsdóttir.

Verð 7.500 kr.
Verð 4.000 kr.

Nr.

1710D01
  • Suðvesturland