Landnámskonur 4: Gestgjafinn Geirríður

Dags:

lau. 12. ágú. 2017

Brottför:

frá BSÍ kl. 08:00

Þessi viðburður er liðinn.

Geirríður systir Geirröðar bjó í Borgardal í Álftafirði á norðanverðu Snæfellsnesi. Geirríður lét setja skála sinn á þjóðbraut þvera og skyldu allir menn ríða þar í gegn. Þar stóð jafnan borð og matur á, gefinn hverjum er hafa vildi en þá ber að hafa í huga að „æ skal sér gjöf til gjalda“. Geirríður kann því að hafa verið fyrsti ferðaþjónustubóndinn, en líklegast er að hún hafi rekið veitinga- og gistiþjónustu, fremur en stunda hefðbundinn búskap. Um atburði þessa tíma má lesa í Eyrbyggju og í Glæsi, skáldverki Ármanns Jakobssonar. Gengið verður frá Kársstöðum upp á Eyrarfjall og norður eftir því út á Geirröðareyri. Vegalengd 12 km. Hækkun 350 m. Göngutími 5 klst.

Verð til félagsmanna kr. 8.000. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur gilt verð hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en við greiðslu félagsgjald er félagsmanni boðið í eina dagsferð.

Fararstjóri María Berglind Þráinsdóttir.

Á slóðum landnámskvenna.

Verð 8.000 kr.
Verð 8.000 kr.

Nr.

1708D02
  • Vesturland