Tindur af tindi: Búrfell í Grímsnesi FELLD NIÐUR

Dags:

sun. 28. maí 2017

Brottför:

frá BSÍ kl. 09:30.

Þessi viðburður er liðinn.

Búrfell í Grímsnesi sést víða að enda skyggja fá fjöll á það. Þar er ýmislegt að sjá, t.d. leynist vatn við toppinn og steinbogi í hlíðum fjallsins. Farið frá kirkjustaðnum Búrfelli upp á efsta hluta fjallsins. Haldið niður af því í átt að Írafossi og gengið með Soginu. Vegalengd 15 km. Hækkun 400 m. Göngutími 5-6 klst.

Verð til félagsmanna kr. 5.000. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur gilt verð hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en við greiðslu félagsgjald er félagsmanni boðið í eina dagsferð.

ATH.: Ferðin fellur niður vegna ónógrar þátttöku.

Fararstjóri er María Berglind Þráinsdóttir.

Tindur af tindi.

Verð 7.500 kr.
Verð 4.500 kr.

Nr.

1705D03
  • Suðurland