Hvalfjarðarganga 8: Hvítanes - Botnsdalur

Dags:

sun. 23. apr. 2017

Brottför:

frá BSÍ kl. 09:30.

Þessi viðburður er liðinn.

Frá Hvítanesi verður gengið áfram að Fossá þar sem er gömul rétt og einnig er gömul brú uppi í gljúfrinu. Gamla veginum verður fylgt að hluta og gengið niður að Brynjudalsvogi og áfram um Gerðistanga inn í Hvalfjarðarbotn. Gangan endar við gamla Botnsskálann. Vegalengd 14 km. Göngutími 5 klst.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en við greiðslu félagsgjald er félagsmanni boðið í eina dagsferð.

Nánar um raðgönguna.

Verð 7.500 kr.
Verð 4.400 kr.

Nr.

1704D04
  • Suðvesturland