Útivistargírinn - Marardalur

Dags:

mið. 2. maí 2018

Tími:

Marardalur er vestan í Henglinum, umgirtur klettum á allar hliðar. Gengið er upp Húsmúla, á milli tveggja gila, Mógils og Þjófagils. Norður yfir Múlann og ofan í Engidalinn. Innst í honum er Engidalsá en hana þarf að vaða annað slagið. Innst er þröngt einstigi sem lækurinn rennur eftir og við endann á þeim þrengslum blasir Marardalurinn við. 

Áætluð vegalengd: 6-8km

Áætluð heildarhækkun: 240m.

Gangan er auðveld - einn til einn og hálfur skór.

Sameinast verður í bíla við Toppstöðina.

Verð 7.500 kr.

Nr.

  • Suðvesturland