Útivistargírinn - Grænadyngja

Dags:

mið. 7. jún. 2017

Brottför:

Þessi viðburður er liðinn.

Verið velkomin í tíundu göngu Útivistargírsins 2017!

Ganga vikunnar er fjallganga á Grænudyngju.

Við ætlum að sameinast í bíla á bílastæði við Fjarðarkaup, brottför klukkan 18:00. 

Áætlaður göngutími eru um 3 klukkustundir.
Áætluð göngulengd er um 7 km.
Áætluð heildarhækkun/lækkun er um 270m. 
Gráðun göngunnar eru einn til tveir skór - Létt fjallganga til miðlungs erfið ferð. Flestir geta tekið þátt hafi þeir réttan útbúnað og líkamlega getu til þess.

Ekið er inn að Höskuldarvöllum og bílum lagt við Eldborg. Þaðan er gengið á Grænudyngju. Grænadyngja er hæsta fjall á þessum slóðum og útsýnið fjölbreytt í allar áttir. Við sjáum yfir hin litríku Sog og hið ævintýralega landslag sem er allt um kring.

Boðið verður upp á hraðferð og eykst göngulengd þá um 1,5-2 km. en hækkun er svipuð. Göngutími er svipaður og í almennri ferð og gengið verður rösklega.

Upphafsstaður göngu er á "plani" við Eldborg austan megin við Höskuldarvelli, norðan Grænudyngju.

Athugið að vegurinn inn að Höskuldarvöllum er mjög grófur á köflum og mælst er til þess að þátttakendur sameinist í bíla í hærri kantinum. Drjúgur hluti ferðatímans fer í akstur en gera má ráð fyrir 45 mínútna akstri frá Fjarðarkaupum að upphafsstað göngunnar.

Gönguna leiða Guðmundur og Hrönn. Vinsamlega skráið þátttöku ykkar hér: https://www.facebook.com/events/1212254718903784/

Hlökkum til að sjá ykkur!

Guðmundur, Hrefna, Hrönn, Kristey & Kristjana

Vilt þú komast í Útivistargírinn?  Skráðu þig hér: https://www.facebook.com/groups/1772900672998979/

Verð 7.500 kr.

Nr.

  • Suðvesturland