Útivistargírinn

Síun
 • Dags:

  mið. 25. apr. 2018

  Tími:

  Fyrsta óvissuferð Útivistargírsins 2018 er fullhlaðin - skemmtileg gönguleið, stútfull af fróðleik og með óvæntan endi!

  • Verð:

   0 kr
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 2. maí 2018

  Tími:

  Marardalur er vestan í Henglinum, umgirtur klettum á allar hliðar. Gengið er upp Húsmúla, ofan í og eftir Engidal en innst í honum er þröngt einstigi sem lækurinn rennur eftir og við endann á þeim þrengslum blasir Marardalurinn við. 

  • Verð:

   0 kr
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 9. maí 2018

  Tími:

  Gengið er upp á Þórnýjartind frá á sem rennur innarlega í Eilífsdal. Leiðin er nokkuð brött en greiðfær. Þórnýjartindur lítur úr eins og skipsstafn (á hvolfi). 

  • Verð:

   0 kr
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  sun. 13. maí 2018

  Brottför:

  Frá Stóra-Botni í Botnsdal liggur leiðin upp með Botnsá að austanverðu að fossbrún hæsta foss landsins, Glyms. Þaðan verður stefnt á topp Hvalfells. Af fjallinu er ágætis útsýni og gaman að kíkja af austurbrún þess yfir Hvalvatn. Farið niður aftur að vestanverðu í Hvalskarð milli Hvalfells og Botnssúlna. 

  • Verð:

   4.950 kr.
  • Nr.

   1805D02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 16. maí 2018

  Tími:

  Gengið um Seltún og þaðan á Sveifluháls að Arnarvatni og þaðan í suðvesturátt á Hverafjall þar sem útsýni er fagurt yfir nærliggjandi svæði.

  • Verð:

   0 kr
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 23. maí 2018

  Tími:

  Gangan hefst við Eldborg í samnefndu hrauni og gengið að Mávahlíðum, þaðan að Lambafellunum tveimur og í gegnum Lambafellsklofa. Þaðan er gengið á Eldborg og aftur á upphafsstað göngu. 

  • Verð:

   0 kr
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 30. maí 2018

  Tími:

  Gengið frá Vigdísarvallavegi við Djúpavatn. Gengið að Spákonuvatni og þaðan yfir að Grænavatni. Hringnum síðan lokað við Djúpavatn aftur. Svæðið er fallegt háhitasvæði.

  • Verð:

   0 kr
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 6. jún. 2018

  Tími:

  Gengin verður áhugaverð leið í nágrenni höfuðborgarinnar. Um þægilega gönguleið er að ræða á áhugaverðum söguslóðum með skemmtilegu fróðleiksívafi.

  • Verð:

   0 kr
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 13. jún. 2018

  Tími:

  Gengið er á eitt af kennifjöllum fjallahrings höfuðborgarinnar, Vörðuskeggja í Hengli. Um skemmtilega gönguleið í fjölbreyttu landslagi er að ræða sem verðlaunar með stórbrotnu útsýni til allra átta.

  • Verð:

   0 kr
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  mið. 20. jún. 2018

  Tími:

  Síðasta ferð Útivistargírsins 2018 er óvissuferð í styttri kantinum í nágrenni höfuðborgarinnar. Að henni lokinni verður lokahóf Útivistargírsins með söng og gleði!

  • Verð:

   0 kr
  • Suðvesturland

  • ICS