Myndakvöld 3. apríl

Dags:

mán. 3. apr. 2017

Tími:

Þessi viðburður er liðinn.

Fimmta og síðasta myndakvöld vetrarins verður mánudaginn 3. apríl kl. 20:00
í Húnabúð, Skeifunni 11.

Á þessu myndakvöldi ætlum við í ferðalag til Spánar og skoðum Ordessa þjóðgarðinn í Pyreneafjöllunum.

Þegar þeirri ferð er lokið brunum við sem leið liggur að Sveinstindi og röltum svo niður með Skaftánni og í Eldgjánna, dýfum tánum í Strútslaug og endum svo þessa ferð í Hvanngili.

Og í lokin förum við á Fimmvörðuháls skoðum landslagið fyrir, í og eftir gos.

Myndasmiður og kynnir er Björk Guðbrandsdóttir.

Í lok sýningar verður að venju glæsilegt brauð- og tertuhlaðborð í boði kaffinefndar Útivistar. 

Aðgangseyrir er 1.200 krónur.

Nr.