Sumarleyfisferð jeppadeildar: Fjallabak nyrðra. Faxasund - Breiðbakur - Sveinstindur

Dags:

fös. 14. júl. 2017 - sun. 16. júl. 2017

Brottför:

kl. 08.00 frá Olís við Rauðavatn.

  • Skáli / tjald
Þessi viðburður er liðinn.

Jeppaferð um Fjallabak ásamt styttri og lengri gönguferðum. Á föstudegi verður ekin Dyngjuleið að Hófsvaði, Ljótapolli og um Faxasund að Sveinstindi. Í boði verður gönguferð á Sveinstind (1089 m.y.s., hækkun u.þ.b. 400 m). Gist í skála Útivistar. Á laugardegi verður ekið á Breiðbak, en þaðan er gott útsýni yfir Langasjó og umhverfi. Ekið verður um Blautulón og í Skælinga og gist þar. Leiðarval á sunnudegi fer eftir aðstæðum og áhuga hópsins. Líkleg
leið er Skælingar – Álftavatnakrókur – Hólmsá – Öldufellsleið. Jafnvel farið í gönguferð í Rauðabotn í leiðinni. Fararstjóri er Ingvar Baldursson.

Verð 19.500 kr.
Verð 12.000 kr.

Nr.

1707J01
  • Miðhálendi