Fljótshlíð - Hungurfitjar - helgarferð

Dags:

lau. 11. ágú. 2018 - sun. 12. ágú. 2018

Brottför:

kl. 8:00

  • Tjald

1.dagur. Fljótshlíð - Hungurfitjar, 55 km.
Ferðin hefst við Goðaland í Fljótshlíð og hjólað verður sem leið liggur inn Fljótshlíðarveg. Þaðan verður Emstruleið hjóluð en skömmu áður en komið er að brúnni yfir Markarfljót við Mosa verður beygt inn á Króksleið. Við komum við í Króki og höldum síðan að skálanum í Hungurfitjum þar sem gist verður í tjöldum

2.dagur. Hungurfitjar - Fljótshlíð, 50 km
Frá skálanum í Hungurfitjum verður hjólað inn á Fjallabaksleið. Farið verður niður með Eystri-Rangá og síðan haldið að Þríhyrningi um brúna á móts við Reynifell. Þaðan verður hjólað vestan við Þríhyrning, um Vatnsdalsveg að Tumastöðum og síðan að Goðalandi.

Þátttakendur hittast við Olís í Norðlingaholti og sameinast í bíla. Hámarksfjöldi í þessa ferð eru 12 manns og aldurslágmark 16 ár. Farangur verður fluttur á milli staða. Möguleiki er á skálagistingu í Hungurfitjum. Skráning á heimasíðu eða skrifstofu Útivistar. Skráningu lýkur 5 dögum fyrir brottför.

Nr.

1808R01
  • Suðurland