Hrífunes - Álftavatnakrókur - Strútur - Sumarleyfisferð

Dags:

fös. 27. júl. 2018 - sun. 29. júl. 2018

Brottför:

1.dagur. Hrífunes - Álftavatnakrókur, 50 km.
Hjólum Hrífunesveg inn á Fjallabaksleið nyrðri í Álftavatnakrók. Þar verður gist í tjöldum.

2.dagur. Álftavatnakrókur - Strútur, 30 km
Hjólað inn á fjallabaksleið syðri suður fyrir Mælifell í Strút. Þar verður gist í tjöldum.
Þetta er stutt dagleið og ef tími gefst til verður hægt að ganga í Strútslaug.

3.dagur. Strútur - Hrífunes, 50 km
Hjóluð Öldufellsleið og niður með Hólmsá í Hrífunes.

Hámarksfjöldi í þessa ferð eru 12 manns og aldurslágmark 16 ár. Þátttakendur flytja allan sinn farangur á hjólunum. Möguleiki er á skálagistingu í Álftavatnakróki og í Strútsskála. Skráning á heimasíðu eða skrifstofu Útivistar. Skráningu lýkur 5 dögum fyrir brottför.

Nr.

1807R01
  • Suðurland