Hringur um Breiðafjörð: Brjánslækur - Stykkishólmur með allt á hjólinu

Dags:

fös. 30. jún. 2017 - mán. 3. júl. 2017

Brottför:

auglýst síðar

  • Tjald
Þessi viðburður er liðinn.

30. júní: Siglt með Baldri frá Stykkishólmi kl. 9 með hjólin og farangurinn. Hjólaferðin hefst á Brjánslæk þar sem hjólað verður um Suðurfirðina yfir Klettsháls og í Kollafjörð þar sem gist verður í tjöldum við fallegan læk. Veglengd áætluð 65 km.
1. júlí: Hjólað úr Kollafirði, yfir Ódrjúgsháls og Hjallaháls, um Þorskaförð í Bjarkalund þar sem gist verður í tjöldum á tjaldstæðinu. Vegalengd áætluð 60 km.
2. júlí: Frá Bjarkalundi verður hjólað um Reykhólasveit, yfir Gilsfjörð, gegnum Svínadal og endað á tjaldstæðinu í Búðardal þar sem verður gist. Vegalengd áætluð 65 km.
3. júlí: Hjólað frá Búðardal, um Skógarströnd og Àlftafjörð í Stykkishólm þar sem ferðin endar. Vegalengd áætluð 85 km.
Hámarksfjöldi í þessa ferð eru 12 manns og lágmarksaldur 16 ár. Skráning á heimasíðu eða skrifstofu Útivistar. Skráningu lýkur 5 dögum fyrir brottför. Í þátttökugjaldi er innifalin fararstjórn og fargjald með Baldri.

Verð 21.500 kr.
Verð 14.000 kr.

Nr.

1706R02
  • Vesturland