Básar

Dags:

lau. 20. maí 2017 - sun. 21. maí 2017

Brottför:

kl. 09:00.

  • Skáli / tjald
Þessi viðburður er liðinn.

Hist við Olís á Norðlingaholti. Þar er sameinast í bíla og ekið að skemmunni við gömlu Markarfljótsbrúna. Þar er stigið á fákana og hjólað sem leið liggur í Bása. Að sjálfsögðu verður þess freistað að hjóla yfir allar árnar án þess að detta. Þegar komið er í Bása verður kveikt á grillinu. Daginn eftir er hjóluð sama leið til baka. Gist verður í skála eða tjöldum. Vegalengdin er tæplega 30 km hvora leið og áætlaður hjólatími 5-6 klst. Farangur verður fluttur á milli staða í bíl sem fylgir hópnum. Þeir sem gista í skála greiða skálagistingu, en tjaldstæði eru gjaldfrjáls fyrir félaga í Útivist. Þeir sem fá far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar. Takmarkaður fjöldi. Lágmarksaldur 16 ár. Skráningu lýkur 5 dögum fyrir brottför.

Nr.

1705R01
  • Suðurland