Grill og gaman í Básum

Dags:

fös. 15. sep. 2017 - sun. 17. sep. 2017

Brottför:

frá BSÍ kl. 19:00.

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Nú þegar haustið nálgast er fátt skemmtilegra en að skella sér í helgarferð inn í Bása með góðum hópi Útivistarrmanna. Á þessum árstíma er litadýrðin í brekkunum  þvíumlík og ég tala ekki um berin og sveppina sem þar er að finna.

Á laugardeginum taka göngumenn stefnuna í vestur inn í Stakkholtsgjá sem alltof sjaldan er farin, þar er mikil náttúrufegurð og innst inní gjánni er tilkomumikill foss sem vert er að skoða.

Gönguferðir og holl útivist er einkenni ferðarinnar ásamt sígildri grillveislu og varðeldi á laugardagskvöldinu. 

Á sunnudagsmorgun verður boðið upp á létta göngu og berjaferð.

Fararstjórar eru Jóhanna Benediktsdóttir og Kristjana Kristjánsdóttir.

Verð 35.500 kr.
Verð 28.000 kr.

Nr.

1709H02
  • Suðurland