Tindur af tindi: Hafnarfjall - Aflýst

Dags:

lau. 23. sep. 2017

Brottför:

frá BSÍ kl. 09:30

Þessi viðburður er liðinn.

Hafnarfjall er bæjarfjall Borgnesinga líkt og Esjan er bæjarfjall höfuðborgarbúa. Á Hafnarfjall eru margar gönguleiðir þó svo að flestir kjósi að ganga eftir hryggnum sem liggur samsíða þjóðveginum. Nú verður farin sérlega spennandi leið upp Klausturtunguhól og um þrönga geil í hamrabeltinu. Síðan verða tindar fjallsins þræddir í vesturátt á hæsta tindinn, Gildalshnúk. Vegalengd 9 km. Hækkun 1000 m. Göngutími 5-6 klst.

Verð til félagsmanna kr. 5.500. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur gilt verð hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en við greiðslu félagsgjald er félagsmanni boðið í eina dagsferð.

Tindur af tindi.

Ferðinni er aflýst vegna veðurs.

Verð 7.500 kr.
Verð 4.950 kr.

Nr.

1709D03
  • Vesturland