Tindur af tindi: Syðsta-Súla AFLÝST

Dags:

lau. 5. ágú. 2017

Brottför:

frá BSÍ kl. 08:00

Þessi viðburður er liðinn.

Ganga á Syðstu-Súlu, hæstu súlu í Botnssúlnaklasanum, er töluverð fjallganga í fallegu umhverfi. Botnssúlur eru elstu fjöll á Þingvallasvæðinu eða um tvö hundruð og sextíu þúsund ára gamlar. Þær eru stapi sem roföflin hafa mótað. Frá eyðibýlinu Svartagili í Þingvallasveit verður farið með Súlnagili vestanverðu. Stefnt í skarð norðan við fjallið og þar upp á hæsta tindinn. Vegalengd 10 km. Hækkun 900 m. Göngutími 6-7 tímar.

Ferðinni er aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Tindur af tindi.

Verð 7.500 kr.
Verð 4.950 kr.

Nr.

1708D01
  • Suðvesturland