Tindur af tindi: Vörðufell AFLÝST

Dags:

lau. 29. apr. 2017

Brottför:

frá BSÍ kl. 09:30

Þessi viðburður er liðinn.

Ferðin á Vörðufell fellur niður vegna lítillar þátttöku.

Vörðufell er eitt af einkennisfjöllum Árnessýslu og sést víða að. Á fjallinu miðju er vatn sem heitir Úlfsvatn. Gengið frá Birnustöðum upp Úlfsgil og á hæsta tindinn í umdæmi Skeiðamanna. Haldið þaðan að vatninu og norður eftir fjallinu að hæsta tindinum í umdæmi Biskupstungnamanna. Farið niður af fjallinu norðan megin á móts við bæinn Iðu. Vegalengd 7-8 km. Hækkun 350 m. Göngutími 4-5 klst.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en við greiðslu félagsgjald er félagsmanni boðið í eina dagsferð.

Tindur af tindi.

Verð 7.500 kr.
Verð 7.000 kr.

Nr.

1704D05
  • Suðurland