Landnámskonur 1: Borgarfjarðardæturnar Arnbjörg, Þórunn og Þuríður

Dags:

sun. 7. maí 2017

Brottför:

frá BSÍ kl. 09:30.

Þessi viðburður er liðinn.

Um miðbik Borgarfjarðar námu þrjár konur sín hvora jörðina, hlið við hlið. Í landnámu segir „Arnbjörg hét kona; hon bjó at Arnbjargarlæk“. En Arnbjörg var ekki ein um landnám á þessum slóðum. Nágrannar hennar voru þær Þórunn og Þuríður spákona sem áttu samliggjandi lönd. Þórunn bjó á Hamri en Þuríður á Gröf. Gengið verður frá Hamri upp að Gröf og þaðan áfram upp á Skálafell og út á Hallarmúla. Þá verður stefnan tekin til baka að Arnbjargarlæk. Vegalengd 12 km. Hækkun 200 m. Göngutími 5 klst.

Verð til félagsmanna kr. 7.000. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur gilt verð hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en við greiðslu félagsgjald er félagsmanni boðið í eina dagsferð.

Ný dagsetning á þessari fyrstu ferð raðgöngunar þar sem hætt var við sunnud. 2. apríl vegna veðurs.

Fararstjóri María Berglind Þráinsdóttir.

Á slóðum landnámskvenna.


Verð 7.500 kr.
Verð 7.000 kr.

Nr.

1704D01
  • Vesturland